SMS

5. nóvember 2021

COP26: Íslensk stjórn­völd verða að grípa til aðgerða

Lofts­lags­váin er aðför að mann­rétt­indum. Brýnt er að ríki á COP26  ráðstefn­unni grípi strax til aðgerða til verndar mann­rétt­indum.

Nú þegar má sjá hræði­legar afleið­ingar loft­lags­váar á mörgum stöðum í heim­inum. Madaga­skar er á barmi þess að upplifa fyrstu hung­urs­neyð heimsins af völdum lofts­lags­breyt­inga, hita­stig í Jacobabad í Pakistan fer reglu­lega yfir 50° c sem er talið ólíft fyrir mann­eskjuröfgar í veður­fari verða tíðari og vara lengur. 

Kröfur Amnesty til íslenskra stjórnvalda eru þessar:

 

  • Að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að hita­stig jarðar hækki umfram 1,5 gráðu! Ríkis­stjórnin verður að leggja fram nýja eða betr­um­bætta aðgerða­áætlun um samdrátt í losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda, svokölluð landsákvörðuð framlög (e. Nati­onallyDeterm­ined Contri­butions – NDC’s) í þeim tilgangi að draga úr meðal­hækkun hita­stigs jarðar með tilliti til getu ríkisins og ábyrgð á lofts­lags­vánni.

 

  • Að auka fjár­framlög í lofts­lags­málum og þannig leggja sitt af mörkum um þau áform að það safnist að minnsta kosti 100 millj­arðar dollara (USD) á ári í sameig­in­legan sjóð í formi styrkja frekar en lána. Mann­rétt­indi og rétt­læti eru í húfi fyrir viðkvæm­ustu samfélög í heim­inum sem hafa lítið sem ekkert gert til að valda lofts­lags­breyt­ingum en eru fyrst til að finna fyrir harka­legum afleið­ingum þeirra. 

 

  • Að fallast á nýja tilhögun, sem fjár­mögnuð er með auka­fjár­veit­ingu, til að greiða sann­gjarnar skaða­bætur og styðja við og bæta fólki mann­rétt­inda­brotin sem það hefur sætt vegna lofts­lags­vá­ar­innar. 

 

 

  • Að draga úr notkun jarð­efna­eldsneytis í stað þess að treysta á mótvægisað­gerðir sem einungis fresta lofts­lags­að­gerðum og kunna að hafa neikvæð áhrif á mann­rétt­indi. Ríki heims verða að hafna öllu fjöl­þjóð­legu fyrir­komu­lagi í kolefnisvið­skiptum sem ekki leiða til raun­veru­legs samdráttar í kolefn­is­losun og taka ekki tillit til vernd­unar mann­rétt­inda.

 

  • Að innleiða nýja aðgerða­áætlun (e. Action for Climate Empower­ment (ACE) Work Programme) um fræðslu, þátt­töku og aðgang almenn­ings að upplýs­ingum um áhrif lofts­lags­breyt­inga, sem styður við skil­virka innleið­ingu á mann­rétt­inda­mið­aðri stefnu í lofts­lags­málum.

Lestu einnig