Gríptu til aðgerða núna
Starf okkar er sérstaklega brýnt núna vegna átakanna í Mið-Austurlöndum. Rannsakendur Amnesty International safna gögnum um brot á alþjóðlegum lögum á svæðinu.
Mannfall óbreyttra borgara á Gaza heldur áfram að aukast í vægðarlausum sprengjuárásum Ísraels sem hófust í kjölfar gíslatöku Hamas og annarra vopnaðra hópa fyrir rúmu ári síðan.
Niðurstöður nýrrar skýrslu Amnesty International sýnir að Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza.
Án stöðugs fjárstuðnings getum við ekki haldið áfram okkar starfi. Til að safna og greina sönnunargögn þarf sérfræðiþekkingu, háþróaða tækni, starfsfólk á vettvangi ásamt því að gera viðeigandi öryggisráðstafanir.
Með þinni hjálp getum við haldið áfram rannsóknum og safnað saman sönnunargögnum um mannréttindabrot og stríðsglæpi með það að markmiði að draga gerendur til ábyrgðar.
Starf Amnesty International byggist nær eingöngu á styrktarframlagi einstaklinga. Það gerir okkur kleift að vera óháð pólitískum, trúarlegum og efnahagslegum hagsmunum.
Íslandsdeild Amnesty International notar orðið hópmorð í stað þjóðarmorðs fyrir enska orðið genocide til samræmis við íslensk lög. Hugtakið hópmorð nær þar með yfir aðra hópa eins og þjóðernishópa, kynstofna eða trúflokka en ekki eingöngu þjóð.
Skýrslur
18. febrúar 2019Í niðurstöðum nýrrar skýrslu Amnesty International, No Shame in Diversity: The right to health for people with variations of sex characteristics in Iceland, kemur fram að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.
Hér má lesa skýrsluna:
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu