Tilkynning

13. janúar 2022

Lista­ver­ka­uppboð

Dagana 22. janúar til 3. febrúar fer fram vefuppboð til styrktar Amnesty Internati­onal á vefsíðu Gallerí Fold, www.mynd­list.is. Á uppboðinu verður frábært úrval lista­verka sem lista­fólk hefur gefið í verk­efnið. Við hvetjum öll sem hafa í huga að kaupa sér list á árinu og styrkja mikilvæg málefni að fylgjast með!

Lista­verkin eru fjöl­breytt og má meðal annars finna silki­þrykk, skúlp­túra, teikn­ingar og málverk. Allt eru þetta verk eftir íslenskt samtíma­lista­fólk.

Allur ágóði rennur óskertur til mann­rétt­inda­bar­átt­unnar en Gallerí Fold gefur sína vinnu líka.

Verk eftir­far­andi lista­fólks verður á uppboðinu: 

Almar Atlason
Ari Sigvaldason
Auður Anna
Árni Bartels
Árni Már
Áslaug Íris Katrín
Ásmundur Ásmundsson
Egill Sæbjörnsson
Elín­borg Oster­mann
Gabríela Frið­riks­dóttir
Guðjón Ketilsson
Guðrún Tryggva­dóttir
Halldór Ragn­arsson
Halldór Sturluson
Helga Páley
Helgi Þórsson
Hulda Vilhjálms
Jón Sæmundur
Jóna Hlíf Hall­dórs­dóttir
Júlí­anna Ósk Hafberg
Krist­bergur Pétursson
Kristjana Williams
Leifur Ýmir
Lilja Birg­is­dóttir
Lilý Erla Adams­dóttir
Lóa Hjálm­týs­dóttir
Orri Jónsson
Pétur Hall­dórsson
Ragn­heiður Ingunn Ágústs­dóttir
Rakel Mcmahon
Rósa Sigrún Jóns­dóttir
Sara Riel
Sigga Björg Sigurð­ar­dóttir
Snorri Ásmundsson
Stein­grímur Gauti
Sunneva Ása
Tolli
Vilhelm Anton
Ýmir Grön­vold
Þór Sigur­þórsson
Þórdís Erla Zoega
Þórunn Elísabet

Lestu einnig