Fréttir

30. mars 2022

Lög Íslands­deild­ar­innar 2022

Ný lög voru samþykkt á aðal­fundi þann 23. mars. Lögin má sjá hér.

9. grein í lögum Íslands­deildar Amnesty Internati­onal var breytt úr:

„Kosn­inga­rétt á aðal­fundi hafa þeir einir, sem lokið hafa greiðslu árgjalds liðins starfsárs eða mánað­ar­legu fram­lagi sem því nemur.

Greiðsla árgjalds þarf að hafa borist 50 dögum fyrir aðal­fund. ”

yfir í:

„Kosn­inga­rétt á aðal­fundi hafa þeir einir, sem hafa, eigi síðar en 50 dögum fyrir aðal­fund, gerst félagar og lokið greiðslu árgjalds liðins starfsárs.”

Laga­breyt­ingin var vegna nýrra ákvæða laga um tekju­skatt sem tóku gildi árið 2021 og reglu­gerðar sem var sett í kjöl­farið varð­andi skattafrá­drátt einstak­linga og rekstr­ar­aðila sem styðja við almanna­heilla­félög.

Framlag eða gjöf þarf að vera án gagn­gjalds til þess að teljast frádrátt­arbær samkvæmt nýju regl­unum. Atkvæð­is­réttur er talinn gagn­gjald félags­gjalda. Mikil­vægt er því að öll framlög einstak­linga til Íslands­deildar Amnesty Internati­onal séu skráð með þeim hætti að þau teljist framlög eða gjafir til þess að þau verði frátt­drátt­arbær en félags­gjöldin verði þess í stað gjald­frjáls. Félagar hafa þá eins og áður atkvæð­is­rétt innan samtak­anna.

Frádráttur einstak­linga getur verið á bilinu 10 – 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúð­ar­fólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækk­unar á útsvars- og tekju­skatts­stofni en er ekki milli­fær­an­legur og ber því að halda fram­lögum hvers einstak­lings aðgreindum.

Frekari upplýs­ingar um skattafrá­drátt má finna á heima­síðu Skattsins.

Lestu einnig