Viðburðir
28. nóvember 2018Hvenær: Frá 30. nóvember til 3. desember milli 17-22.
Hvar: Fyrir framan Hallgrímskirkju.
Skrifaðu undir í þágu bjartari framtíðar fyrir fólk sem sætir mannréttindabrotum.
Lýsum upp myrkrið er einstök upplifun í þrjá daga í tengslum við Bréf til bjargar lífi herferð Amnesty International.
Eliza Reid, forsetafrú setur ljósainnsetninguna formlega þann 30. nóvember kl. 17.
Bréf til bjargar lífi er alþjóðleg herferð þar sem undirskriftum er safnað vegna 10 áríðandi mála fólks sem sætir mannréttindabrotum og þess krafist af stjórnvöldum að réttlætið nái fram að ganga.
Í fyrra náði Amnesty á Íslandi meti í fjölda undirskrifta, gerum
hið sama nú.
Komdu og taktu þátt í stærstu gagnvirku ljósainnsetningu Íslands og hjálpaðu okkur að halda loganum lifandi með undirskrift þinni!
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu