Skýrslur

27. október 2021

Madaga­skar: Þurrkar og hung­ur­dauði afleiðing lofts­lags­váar

Samkvæmt skýrslu Amnesty Internati­onal, “It will be too late to help us once we are dead”, sem kom út í dag hefur lofts­lagsvá í heim­inum leitt til einna verstu þurrka í sögu Madaga­skar. Hungur eykst og um 1 milljón einstak­linga eru nú á barmi hung­urs­neyðar þar í landi.

Ástandið í Madaga­skar sýnir  að lofts­lagsvá hefur nú þegar valdið miklum þján­ingum og dauðs­föllum. Skýrslan greinir frá því hvernig þurrkar hafa áhrif á mann­rétt­indi fólks í suður­hluta Madaga­skar þar sem 91% íbúa lifa undir fátækar­mörkum.

Fjórir samfelldir þurrkar sem herjað hafa á suður­hluta Madaga­skar hafa leitt til uppskeru­brests og þar með hindrað að fólk fái mat. Síðustu þurrkar herjuðu frá nóvember 2020 til janúar 2021. Þurrk­arnir leiddu til hung­urs­neyðar, vannær­ingar og dauðs­falla.

Amnesty Internati­onal hvetur alþjóða­sam­fé­lagið til að grípa strax til aðgerða og vernda fólk í löndum eins og Madaga­skar sem eru nú þegar að finna fyrir afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga.

Lestu skýrsluna hér.

 

„Madaga­skar er í fram­línu lofts­lags­vá­ar­innar. Fyrir milljón einstak­linga  hefur það þýtt ofsa­þurrkar og brot á rétt­inum til lífs, heilsu, matar og vatns. Það gæti einnig leitt til  hung­ur­dauða. Þetta er að gerast núna. Núver­andi spár um lofts­lags­breyt­ingar benda til þess að þurrkar eigi eftir að versna og að fólk í þróun­ar­löndum finni mest fyrir afleið­ing­unum. Í ljósi þess að lofts­lags­við­ræður Sameinuðu þjóð­anna á COP26 ráðstefn­unni eru framundan er tími til kominn að leið­togar heims hætti að draga lapp­irnar í lofts­lags­málum.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

 

Amnesty Internati­onal krefst þess einnig að leið­togar heims grípi til sameig­in­legra aðgerða af áræðni og festu í samræmi við vísinda­lega nálgun til að draga úr kolefn­is­losun fyrir árið 2030 um a.m.k. 45% miðað við árið 2010 og að kolefn­is­losun verði engin árið 2050.

Madaga­skar er á meðal þeirra landa sem eru hvað allra viðkvæmust fyrir lofts­lags­vánni. Vísindaleg gögn sýna að lofts­lagsvá hefur að öllum líkindum leitt til hærra hita­stigs og minnk­andi úrkomu í suður­hluta landsins, þar sem úrkoma hefur verið undir meðal­lagi fimm ár í röð.

Umfang þurrkana

 

Sameinuðu þjóð­irnar segja að Madaga­skar sé á barmi þess að upplifa fyrstu hung­urs­neyð heimsins af völdum lofts­lags­breyt­inga.

„Alþjóða­sam­fé­lagið þarf umsvifa­laust að veita fólkinu í Madaga­skar aukna mann­úð­ar­að­stoð og auka­fjár­veit­ingu vegna tjóns af völdum þurrkana. Ríkari lönd og ríki sem hafa átt mestan þátt í að valda lofts­lags­breyt­ingum verða héðan í frá að veita fólki í Madaga­skar aukinn fjár­hags­legan og tækni­legan stuðning til að takast á við afleið­ingar loft­lags­breyt­inga, þar á meðal alvar­lega og langvar­andi þurrka.

Agnès Callamard.

Samkvæmt Matvæla­áætlun (WFP) og Matvæla- og land­bún­að­ar­stofnun (FAO) Sameinuðu þjóð­anna býr í kringum 1,14 milljón einstak­linga við fæðuóör­yggi í suður­hluta landsins.

 

 

Amnesty Internati­onal tók viðtöl við einstak­linga í suður­hluta Madaga­skar sem greindu frá hung­ur­dauða í samfé­lögum sínum:

Í mars greindi Votsora, bóndi á sextugs­aldri, frá því að tíu einstak­lingar hefðu látist af völdum hungurs mánuði fyrr í þorpinu hans og þar af fimm á sama heimili  á einum degi.

Ein kona greindi frá því að hún hafi misst tvö börn úr hung­ur­dauða. „Þau þjáðust af hungri og þau dóu. Við borðum varla neitt.“

Annar maður sagði frá því að hann hafi misst tvö korna­börn: „Þau voru 14 mánaða og átta mánaða. Þau dóu fyrir ári síðan því við fengum ekkert að borða.

Áhrif á mannréttindi

 

Þurrk­arnir í suður­hluta Madaga­skar ógna rétt­inum til lífs og öðrum rétt­indum, eins og rétt­inum til heilsu, vatns, hrein­lætis og matar. Þar af leið­andi hefur margt fólk ekki átt annarra kosta völ en að flytjast til annarra svæða í leit að mat.

„Við getum ekki lengur látið það líðast að fátæk­ustu og jaðar­sett­ustu hópar samfé­lagsins séu þeir sem kveljast hvað mest vegna gjörða og mistaka þeirra aðila sem losa mestan kolt­ví­sýring í heim­inum.“

Agnès Callamard.

Börn eru rænd framtíð sinni þar sem hungur neyðir þau til að hætta í skóla og leita sér vinnu til að fram­fleyta fjöl­skyldu sinni. Foreldrar eru líka tregir við að senda börn í skóla á tóman maga. Ástandið leiðir til þyngri byrði á konur og heimili á þeirra ábyrgð þar sem þau reiða sig aðal­lega á land­búnað.

Það sem er enn verra er að við getum búist við því að þurrk­arnir verði enn þung­bærari í þessum lands­hluta Madaga­skar, sem leiðir til þess að staða mann­rétt­inda heldur áfram að hríð­versna. Alþjóða­sam­fé­lagið verður að grípa til aðgerða og tryggja að fólk geti notið réttar síns til hreins, heil­næms og sjálf­bærs umhverfis, sem er nauð­synleg undir­staða annarra rétt­inda.

 

Í ljósi loft­lags­ráð­stefn­unnar COP26 kallar Amnesty Internati­onal eftir því að ríki heims:

  • Skuld­bindi sig til að fylgja metn­að­ar­fullum og mann­rétt­inda­mið­uðum mark­miðum um minnkun losunar kolt­ví­sýr­ings til að hækkun á hita­stigi jarðar haldist undir 1,5 °C.
  • Skuld­bindi sig til að hætta notkun jarð­efna­eldsneyta í áföngum í stað þess að treysta á mótvægisað­gerðir sem tefja aðgerðir í lofts­lags­málum og geta haft neikvæð áhrif á mann­rétt­indi.
  • Komi á fót alþjóð­legu kerfi til að styðja við fólkið sem líður fyrir afleið­ing­arnar, og að stjórn­völd ríkari landa borgi fyrir kostnað þess með fjár­veit­ingu án endur­gjalds.
  • Tryggi upplýs­ingaflæði og þátt­töku fólks sem finnur mest fyrir afleið­ing­unum þegar kemur að lofts­lag­stengdri ákvarð­ana­töku.

 

Amnesty Internati­onal kalla auk þess eftir því að ríkari lönd auki veru­lega fjár­framlög sín til aðgerða sem draga úr losun með þeim hætti að mann­rétt­indi séu höfð að leið­ar­ljósi og aðstoða fátækari ríki að takast á við breyttar aðstæður vegna lofts­lags­breyt­inga.

Lestu einnig