Skýrslur

2. nóvember 2021

Myndir sýna hrika­legar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga í einni af heit­ustu borgum heims

Myndaröð frá Amnesty Internati­onal fangar hrika­legt ástand í Jacobabad, einni af heit­ustu borgum heims. Á mynd­unum sést hvernig lofts­lags­breyt­ingar hafa áhrif á mann­rétt­indi og neyðinsem fátæk­asta fólk heims upplifir nú þegar. 

Myndaröðin „Ólíft fyrir mann­eskjur“ (e. Unliveable for Humansstyðst við myndir og vitn­is­burði til að sýna þau fjöl­mörgu áhrif sem lofts­lags­váin hefur á réttinn til heilsu, mennt­unar og heil­næms umhverfis í Jacobabad, borg með 200 þúsund íbúum þar sem að hita­stig hefur farið reglu­lega yfir 50°C síðustu fjögur sumur. Sérfræð­ingar hafa sagt að ólíft sé við þessar aðstæður. 

Fyrir fólkið í Jacobabad er lofts­lags­váin ekki fram­tíðarógn heldur daglegur veru­leiki. Það er enginn tími lengur fyrir frekari tafir á úrræðum og lausnum. 

Lífið í Jacobabad snýst um að flýja hitann og notast íbúar m.a. við viftur sem eru knúnar áfram af ösnum og stóra ískubba. Börn fara að sofa í blautum fötum, því það er eina leiðin fyrir þau til að sofna. 

„Það er erfitt að anda þegar það er svona heitt en ef ég hvíli mig, þá næ ég ekki að sjá fyrir fjöl­skyld­unni. Hvernig get ég þá tekið mér hvíld?“ segir Gulab Birohi, 70 ára verka­maður sem Amnesty Internati­onal talaði við. 

 

 

Konur finna sérstak­lega fyrir þessum gríð­ar­lega hita þar sem þær eiga erfiðara með að baða sig opin­ber­lega. Þær sofa heldur yfir­leitt ekki utan­dyra eins og margir karl­menn vegna hræðslu við kynbundið og kynferð­is­legt ofbeldi. 

Ef leið­togar heims grípa ekki til raun­veru­legra og stór­tækra aðgerða í barátt­unni við lofts­lags­vánni á COP26 fer hita­stigið hækk­andi og ástandið versnar enn frekar í Jacobabad. 

Amnesty Internati­onal krefst þess að stjórn­völd í Pakistan leggi fram full­nægj­andi aðlög­un­ar­áætlun við lofts­lags­vánni til verndar mann­rétt­indum íbúa í Jacobabad í ljósi hækk­andi hita­stigs þar sem dögum með óbæri­legum hita í borg­inni fer fjölg­andi. 

Lestu einnig