SMS

23. apríl 2019

Norður-Írland: Krefj­umst jafn­réttis til hjóna­bands

Fyrir fimm árum síðan var fólki af sama kyni fyrst heimilt að ganga í hjóna­band í Bretlandi. Hins vegar er það enn ólög­legt á Norður-Írlandi. Þrýstum á stjórn­völd og forsæt­is­ráð­herra Bret­lands að breyta þessu.

Þrátt fyrir yfir­þyrm­andi stuðning almenn­ings og stjórn­mála­manna við jafn­rétti til hjóna­bands í Norður-Írlandi hefur litlu miðað áfram. Það er tími til kominn að Norður-Írland standi jafn­fætis öðrum löndum innan Bret­lands í jafn­rétt­is­málum.

„Sýn mín á heiminn, hér heima og erlendis, er sú að engum sé mismunað vegna kynhneigðar eða kynvit­undar,“ skrifaði Theresa May, forsæt­is­ráð­herra Bret­lands, í grein í tíma­ritinu Pink News. Það er tími til kominn að hún standi við orð sín.

SMS-félagar krefjast þess að forsæt­is­ráð­herrann breyti lögunum í Norður-Írlandi svo réttur til hjóna­bands sé jafn um allt Bret­land.

Lestu einnig