SMS
23. apríl 2019
Fyrir fimm árum síðan var fólki af sama kyni fyrst heimilt að ganga í hjónaband í Bretlandi. Hins vegar er það enn ólöglegt á Norður-Írlandi. Þrýstum á stjórnvöld og forsætisráðherra Bretlands að breyta þessu.
Þrátt fyrir yfirþyrmandi stuðning almennings og stjórnmálamanna við jafnrétti til hjónabands í Norður-Írlandi hefur litlu miðað áfram. Það er tími til kominn að Norður-Írland standi jafnfætis öðrum löndum innan Bretlands í jafnréttismálum.
„Sýn mín á heiminn, hér heima og erlendis, er sú að engum sé mismunað vegna kynhneigðar eða kynvitundar,“ skrifaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í grein í tímaritinu Pink News. Það er tími til kominn að hún standi við orð sín.
SMS-félagar krefjast þess að forsætisráðherrann breyti lögunum í Norður-Írlandi svo réttur til hjónabands sé jafn um allt Bretland.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu