SMS

9. maí 2023

Noregur: Vind­millur brjóta gegn mann­rétt­indum Sama

Samar í Noregi berjast fyrir lausn á máli sínu vegna vind­mylla sem reistar voru á beiti­lendi fyrir hrein­dýra­rækt samanna. Samar eru frum­byggjar á svæðum í Noregi, Svíþjóð, Finn­landi og Rússlandi. Maja óttast að vind­myll­urnar valdi menn­ingu Sama og búrekstri hrein­dýra stórskaða. Norsk stjórn­völd þurfa að bregðast við á meðan enn er tími til stefnu.

Maja Kristine Jåma hefur, ásamt öðrum Sömum, barist við yfir­völd í heima­héraði sínu Fosen í norsku sýsl­unni Trøndelag. Baráttan snýr að ákvörðun um vind­myllur á svæði þar sem Samar smala hrein­dýrum. Vind­myll­urnar eru 151 talsins og þeim fylgja land­línur, vega­gerð, og fleiri innviðir, sem þekja helming alls beiti­lendis í Fosen sem hrein­dýra­rækt­endur nýta að vetri til.  

„Vind­myll­urnar yfir­taka beiti­lendi hrein­dýr­anna. Eyði­legging hrein­dýra­ræktar er ekki aðeins aðför að lífs­við­ur­væri okkar, heldur menn­ingu Sama.“

Maja Kristine Jåma

Samar unnu málið fyrir rétti. Þann 11. október 2021 dæmdi hæstiréttur Noregs samhljóða úrskurð um að vind­myll­urnar, sem voru þá þegar starf­andi að fullu, brytu gegn mann­rétt­indum Sama. Þrátt fyrir þennan úrskurð hefur enn engin lausn verið fundin 500 dögum síðar. Enn er tími fyrir norsk yfir­völd að bregðast við.

Það eru mann­rétt­indi að frum­byggjar og minni­hluta­hópar fái að halda í sína menn­ingu. SMS-félagar kalla á Jonas Gahr Støre, forsæt­is­ráð­herra Noregs, að fylgja úrskurði hæsta­réttar og tryggi að Samar í Fosen missi ekki lífs­við­ur­væri sitt og fái að halda í eigin siði og menn­ingu.

Lestu einnig