SMS
9. maí 2023Samar í Noregi berjast fyrir lausn á máli sínu vegna vindmylla sem reistar voru á beitilendi fyrir hreindýrarækt samanna. Samar eru frumbyggjar á svæðum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Maja óttast að vindmyllurnar valdi menningu Sama og búrekstri hreindýra stórskaða. Norsk stjórnvöld þurfa að bregðast við á meðan enn er tími til stefnu.
Maja Kristine Jåma hefur, ásamt öðrum Sömum, barist við yfirvöld í heimahéraði sínu Fosen í norsku sýslunni Trøndelag. Baráttan snýr að ákvörðun um vindmyllur á svæði þar sem Samar smala hreindýrum. Vindmyllurnar eru 151 talsins og þeim fylgja landlínur, vegagerð, og fleiri innviðir, sem þekja helming alls beitilendis í Fosen sem hreindýraræktendur nýta að vetri til.
„Vindmyllurnar yfirtaka beitilendi hreindýranna. Eyðilegging hreindýraræktar er ekki aðeins aðför að lífsviðurværi okkar, heldur menningu Sama.“
Maja Kristine Jåma
Samar unnu málið fyrir rétti. Þann 11. október 2021 dæmdi hæstiréttur Noregs samhljóða úrskurð um að vindmyllurnar, sem voru þá þegar starfandi að fullu, brytu gegn mannréttindum Sama. Þrátt fyrir þennan úrskurð hefur enn engin lausn verið fundin 500 dögum síðar. Enn er tími fyrir norsk yfirvöld að bregðast við.
Það eru mannréttindi að frumbyggjar og minnihlutahópar fái að halda í sína menningu. SMS-félagar kalla á Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, að fylgja úrskurði hæstaréttar og tryggi að Samar í Fosen missi ekki lífsviðurværi sitt og fái að halda í eigin siði og menningu.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu