Fréttir

28. nóvember 2018

Samhugur sem gefur von

Marielle Franco var baráttu­kona sem var myrt fyrr á þessu ári í Bras­ilíu. Mál hennar er tekið fyrir í Bréf til bjargar lífi 2018 þar sem skorað er á yfir­völd að rann­saka morðið. Hér er bréf móður hennar, Marinete da Silva, sem lýsir því hversu mikið stuðn­ingur og samhugur skiptir máli. Bréfið var birt fyrr á þessu ár í TIME og er hér þýtt í styttri útgáfu.

Morð dóttur minnar, Marielle Franco, í Río de Janeiro þann 14. mars skildi eftir sig stórt tómarúm. Fjöl­skylda mín er ekki söm eftir þessa nótt, ekki heldur fjöl­skylda Anderson Gomes, bílstjóra hennar sem einnig var myrtur. Hvern einasta dag spyr ég sjálfa mig hvað varð þess vald­andi að kjörinn borg­ar­full­trúi og velþekktur mann­rétt­inda­fröm­uður varð fyrri þessu grimmi­lega ofbeldi. Ég hef enn engin svör á reiðum höndum.

Frá unga aldri skaraði Marielle fram úr öðrum. Henni leið vel þegar hún hjálpaði öðru fólki. Ábyrgð­ar­til­finning hennar var það sterk og draumar hennar það háleitir að árið 2016 ákvað hún að bjóða sig fram sem borg­ar­full­trúi í Río de Janeiro, næst­stærstu borg Bras­ilíu. Marielle var einstök á þann veg að hún varði ekki aðeins rétt­indi minni­hluta­hópa heldur allra einstak­linga. Sem mann­rétt­inda­fröm­uður var hún fyrir­mynd sem fólk náði að tengja sig við.

+ Lesa meira

Lestu einnig