SMS

28. september 2020

Slóvakía: Aðgengi að öruggu þung­un­ar­rofi í hættu

Slóvakíska þingið hefur nú til umfjöll­unar frum­varp sem felur í sér hindr­anir á þung­un­ar­rofi og setur heilsu kvenna og annarra sem leita eftir þung­un­ar­rofi í hættu ásamt því að  brjóta á mann­rétt­indum þeirra. Slóvakíska þingið verður að hafna þessu frum­varpi.

Drög að frum­varpinu voru fyrst sett fram í júlí á þessu ári af stærsta þing­flokki Slóvakíu, OLANO. Frum­varpið var samþykkt í ágúst og er nú til skoð­unar hjá þremur nefndum. Ein nefndin hefur nú þegar sagst styðja við frum­varpið en hinar tvær eiga eftir að skila niður­stöðu.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Þung­un­arrof er löglegt í Slóvakíu fram að 12. viku meðgöngu. Undan­farin ár hafa hins vegar verið sett ný lög og reglu­gerðir sem til að gera þung­un­arrof óaðgengi­legra. Efna­hags-, félags- og menn­ing­ar­rétt­inda­nefnd Sameinuðu þjóð­anna setti fram athuga­semdir í október 2019 um að konur i Slóvakíu hafi ekki gott aðgengi að kynheil­brigð­is­þjón­ustu, þar á meðal aðgengi að þung­un­ar­rofi og getn­að­ar­vörnum.

Samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum eiga einstak­lingar sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt yfir eigin líkama ogrétt á aðgengi að kynheil­brigð­is­þjón­ustu, þar á meðal öruggu þung­un­ar­rofi.

SMS-félagar krefjast þess að þing­menn í Slóvakíu hafni þessu frum­varpi sem stefnir öruggu þung­un­ar­rofi þar í landi í hættu.

Lestu einnig