Fréttir

22. febrúar 2018

Sýrland: Linnulausar sprengjuárásir á óbreytta borgara í Austur-Ghouta falla undir stríðsglæpi

Í kjölfar frétta um stig­magn­andi sprengju­árásir af hálfu sýrlenskra stjórn­valda í banda­lagi við Rúss­land þar sem fjöldi fólks hefur fallið og hundruð særst á liðnum mánuði, hafði rann­sak­andi Amnesty Internati­onal í Sýrlandi, Diana Semaan, þetta að segja:
„Sýrlensk stjórn­völd, með stuðn­ingi Rúss­lands, eru af ásettu ráði að ráðast á sitt eigið fólk í Austur-Ghouta. Fólkið hefur ekki aðeins þjáðst vegna grimmi­legs umsáturs síðast­liðin sex ár, heldur er það núna lokað inni vegna daglegra árása þar sem vísvit­andi er verið að myrða það og örkumla. Það fellur undir svívirði­lega stríðs­glæpi. Í sex ár hefur alþjóða­sam­fé­lagið staðið aðgerða­laust hjá á meðan sýrlensk stjórn­völd hafa refsi­laust með öllu framið glæpi gegn mannúð og stríðs­glæpi.“
Örygg­isráð Sameinuðu þjóð­anna verður að fram­fylgja eigin ályktun um að binda enda á umsátur borg­ara­legra svæða og árásir á óbreytta borgara og veita óhindr­aðan aðgang fyrir mann­úð­ar­starf. Varanleg aðild­ar­ríki, þar á meðal Rúss­land, mega ekki að hindra aðgerðir til að binda enda á grimmd­ar­verk. Áríð­andi er að örygg­is­ráðið sendi skýr skilaboð um að refs­leysi þeirra sem fremja stríðs­glæpi og glæpi gegn mannúð verði ekki liðið. Hörm­ung­arnar í Sýrlandi eru skóla­bók­ar­dæmi um háan fórn­ar­kostnað óbreyttra borgara vegna refsi­leysis fyrir grimmd­ar­verk.
„Stríð­andi fylk­ingar verða uppfylla skyldur sínar í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög og tryggja óbreyttum borg­urum sem vilja flýja svæðið örugga flótta­leið auk þess að leyfa óhindr­aðan aðgang mann­úð­ar­sam­taka til að veita aðstoð fyrir hundruð þúsunda sem eru í neyð í Austur-Ghouta.
Bakgrunnur
Amnesty Internati­onal hefur áður skjalfest ólög­legt umsátur og morð á óbreyttum borg­urum, þar á meðal notkun á klasa­sprengjum, sem bann­aðar eru á alþjóða­vísu, í Austur-Ghouta af hálfu sýrlenskra stjórn­valda í trássi við alþjóðleg mann­úð­arlög.
Samtökin hafa einnig skjalfest brot gegn alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum af hálfu Her íslams, vopnaðs stjórn­ar­and­stöðu­hóps í Austur-Ghouta. Þar á meðal er ólögleg notkun á sprengi­kúlum á borg­ara­legu svæði undir stjórn stjórn­valda og haml­anir á ferðum óbreyttra borgara út úr Austur-Ghouta.   
Á þriðju­dags­morgni greindi Syrian Arab News Agency frá því að fimm óbreyttir borg­arar og 20 aðrir hafi særst eftir sprengi­kúlu í Austur-Ghouta.
Heil­brigð­is­starfs­fólk ber vitni um skelfi­legt mann­úð­ar­ástand í Austur-Ghouta
Amnesty Internati­onal hefur safnað saman vitn­is­burði heil­brigð­is­starfs­fólks í Austur-Ghouta sem lýsa örvænt­ing­ar­fullum
aðstæður á spít­ölum þar sem starfs­fólkið er ofurliði borið vegna hundruð manns­falla í síðustu sprengu­árásum. Birgðir eru á þrotum, stöðug ógn af loft­árásum og aukin vannæring er að hafa hræði­legar afleið­ingar fyrir börn og full­orðna.  

Lestu einnig