Fréttir

3. maí 2018

Taktu þátt í rannsókn Amnesty International

Í byrjun júní ætla aðal­stöðvar Amnesty Internati­onal í Bretlandi að standa að rann­sókn á Íslandi á stöðu mann­rétt­inda einstak­linga með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni svo sem complete eða
partial androgen insensiti­vity syndrome, Turner syndrome, Litinga­þrístæðu (td.
XXX, XXY eða XYY), Congenital adrenal hyperplasia, Klein­felter syndrome, 5
alpha reductase deficiency, MRKH, mosaic gerð litn­inga, Swyer syndrome, gonadal
dysgenisis, Hypospa­dias, Aphallia, Epispa­dias, Late onset adrenal hyperplasia,
eða önnur ódæmi­gerð kynein­kenni. Einnig er leitað eftir foreldrum eða
fjöl­skyludmeð­limum sem þekkja til slíkrar reynslu.Ef þú hefur áhuga á að ræða um reynslu þína við Amnesty Internati­onal eða hefur einhverjar spurn­ingar um rann­sóknina, vinsam­legast hafðu samband á netfangið rann­sokn@amnesty.is. Fullum trúnaði og nafn­leynd er heitið.
 

Lestu einnig