SMS

19. júlí 2022

Tans­anía: Stöðvið þvingaða brott­flutn­inga Masai-hirð­ingja­sam­fé­lagsins

Hætta er á þving­uðum brott­flutn­ingum Masai-hirð­ingja­sam­félagsins til að greiða leið fyrir ferða­þjón­ustu á svæðinu. Um 70.000 einstak­lingar eru í hættu í kjölfar þess að liðsafli lögreglu og hers kom í bæinn Loli­ondo í norð­ur­hluta Tans­aníu þar sem Masai-fólkið býr. Liðsaflinn kom á svæðið þann 7. júní í þeim tilgangi að taka land af Masai-fólkinu samkvæmt áætlun yfir­valda. Mótmæli hófust tveimur dögum síðar. Yfirvöld beittu tára­gasi og skot­vopnum gegn mótmæl­endum. 25 einstak­lingar voru hand­teknir og rang­lega ákærðir fyrir samsæri um morð á lögreglu­full­trúa.  

Yfir­völd hafa ítrekað gert tilraunir til að taka yfir beiti­land Masai-hirð­ingja­sam­fé­lagsins í Lolindo. Áður hafa íbúar fjög­urra þorpa sætt þving­uðum brott­flutn­ingum af landi sínu. Austur-afríski dómstóllinn skipaði stjórn­völdum að stöðva þvingaða brott­flutn­inga Masai-samfé­lagsins þar til búið væri að fara yfir mál þess en von er á niður­stöðum í sept­ember.  

Sms-félagar krefjast þess að yfir­völd stöðvi þvingaða brott­flutn­inga í Lolilondo og fresti land­töku frá Masai-samfé­laginu. Einnig verða þau að leysa alla mótmæl­end­urna 25 úr haldi. 

 

Lestu einnig