Góðar fréttir

15. nóvember 2018

Þakkir til stuðn­ings­fólks Amnesty Internati­onal

Eskinder Nega, þekktur blaða­maður í Eþíópu, hefur verið fang­els­aður níu sinnum fyrir að sinna starfi sínu. Mál hans var tekið upp í alþjóð­legri og árlegri herferð Amnesty Internati­onal, Bréf til bjargar lífi árið 2012. Hann var leystur úr haldi fyrr á þessu ári. Hann sendi stuðn­ings­fólki Amnesty Internati­onal bréf þar sem hann fjallar um fanga­vistina, hvernig hann þraukaði og hvers vegna raddir mann­rétt­inda þurfa að heyrast. Bréfið var birt fyrr á þessu ári í TIME og er hér þýtt í styttri útgáfu.

Kæra stuðn­ings­fólk Amnesty Internati­onal,

Frá árinu 1993 hef ég verið fang­els­aður níu sinnum. Ég hef eytt næstum fimmtung af ævi minni í fang­elsi fyrir það eitt að starfa sem blaða­maður. Í ár var ég leystur úr haldi eftir rúm sex ár í fang­elsi. Ég var ákærður fyrir hryðju­verk þrátt fyrir að vera frið­samur maður.

Ég hef séð allar hliðar fang­els­is­lífs. Mér hefur verið haldið í dimmum klefa sem var minni en tveir fermetrar að stærð. Þegar ég svaf var líkt og höfuð mitt snerti vegginn og fæturnir hurðina. Það var svo dimmt að ég sá ekki hendur mínar. Mér var hleypt á salerni tvisvar sinnum á dag. Enginn aðgangur var að sturtu.

+ Lesa meira

Lestu einnig