SMS

12. ágúst 2025

Úganda: Þvingað manns­hvarf leið­toga stjórn­ar­and­stöð­unnar

Örygg­is­full­trúar í Úganda hand­tóku Robert Lugya Kayingo lögfræðing og forseta stjórn­ar­and­stöðu­flokksins Ugandan Federal Alli­ance á Entebbe flug­vell­inum þann 17. júlí við komuna frá Suður Afríku.

Ekki hefur sést til hans eða heyrst frá honum síðan. Örygg­is­full­trú­arnir sem hand­tóku hann kynntu sig ekki og greindu ekki frá ástæðu hand­tök­unnar. Engar opin­berar upplýs­ingar hafa verið gefnar upp um afdrif hans eða stað­setn­ingu.  

SMS félagar krefjast þess að yfir­völd greini frá stað­setn­ingu Robert Lugya Kayingo og að hann verði leystur úr haldi nema hann sé ákærður fyrir viður­kenndan glæp. Tryggja þarf aðgengi hans að lögfræð­ingi, heil­brigð­is­þjón­ustu og fjöl­skyldu sinni.  

Lestu einnig