Tilkynning

11. desember 2018

Umsögn við drög að vímu­efna­stefnu Amnesty Internati­onal

Kæri félagi,

Þúsund þakkir fyrir að vera félagi Amnesty Internati­onal og taka þátt í barátt­unni fyrir því að alþjóð­lega viður­kennd mann­rétt­indi séu virt og að allir njóti verndar þeirra!

Með þinni hjálp getum við unnið að bættum heimi þar sem virðing fyrir mann­rétt­indum er í heiðri höfð og fólk fær lifað án ótta. Með aðild þinni að Amnesty Internati­onal ert þú þátt­tak­andi í alþjóð­legri hreyf­ingu og rödd þín bætist í hóp þeirra sem leggja sitt af mörkum til að ná fram breyt­ingum.

Á Heims­þingi Amnesty Internati­onal sem fór fram fyrr á þessu ári var samþykkt að fara þess á leit við alþjóða­stjórn samtak­anna að hún móti vímu­efna­stefnu sem er til þess fallin að vernda eftir fremsta megni mann­rétt­indi viðkvæm­ustu hópa samfé­lagsins með aðgerðum sem fela meðal annars í sér afglæpa­væð­ingu notk­unar, vörslu og rækt­unar vísmu­efna til persónu­legrar notk­unar.

Nú hefur alþjóða­stjórn Amnesty Internati­onal sent deildum samtak­anna drög að þessari stefnu og óskar Íslands­deildin eftir umsögnum frá félögum sínum um hana. Drög að stefn­unni má nálgast á skrif­stofu Amnesty eða fá hana senda í gegnum tölvu­póst á amnesty@amnesty.is.

Merkið umsögn greini­lega með nafni send­anda og dagsetn­ingu. Umsagnir þurfa að berast með tölvu­pósti á netfangið amnesty@amnesty.is eða á póst­fangið Íslands­deild Amnesty Internati­onal, Þing­holts­stræti 27, 101 Reykjavík. Umsagnir geta verið ritaðar á íslensku eða ensku og þurfa að hafa borist fyrir 17.11.2018

Að mótteknum umsögnum mun Íslands­deild Amnesty Internati­onal taka saman þær athuga­semdir og ábend­ingar sem þar koma fram og senda þær alþjóða­stjórn samtak­anna. Deildin mun ekki senda alþjóða­stjórn­inni nöfn þeirra félaga sem veittu umsagnir.

 

Kær kveðja,

Stjórn Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Lestu einnig