SMS

28. nóvember 2025

Ungverja­land: Skipu­leggj­andi gleði­göngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel skipu­leggj­andi hinsegin hátíð­ar­innar í Pécs í Ungverjalandi sætir saka­mál­a­rann­sókn fyrir það eitt að hafa skipu­lagt gleði­göngu sem fór fram 4. október síðast­liðinn.

Lögreglu­yf­ir­völd íPécs bönnuðu gleði­gönguna í sept­ember á grund­velli nýrra laga sem beinast gegn hinsegin fólki og gefa yfir­völdum leyfi til að banna gleði­göngur. Þessi lög hafa fengið mikla gagn­rýni frá alþjóð­legum samtökum fyrir að virða ekki mann­rétt­indalög.

Mynd: Judit RUPRECH/ Amnesty Internati­onal Hungary

Hann á yfir höfði sér allt að eins árs fang­elsis­vist verði formleg ákæra gefin út. Amnesty Internati­onal kallar eftir því að saksókn­ara­embættið loki tafar­laust rann­sókn á málinu þar sem hún brýtur gegn rétt­inum til frið­sam­legrar samkomu, tján­ing­ar­frelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum.

SMS-félagar krefjast þess að saka­mál­a­rann­sókn yfir Géza Buzás-Hábel verði hætt þar sem hann hefur einungis nýtt tján­ing­ar­frelsið sitt.

Lestu einnig