Géza Buzás-Hábel skipuleggjandi hinsegin hátíðarinnar í Pécs í Ungverjalandi sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigöngu sem fór fram 4. október síðastliðinn.
Lögregluyfirvöld íPécs bönnuðu gleðigönguna í september á grundvelli nýrra laga sem beinast gegn hinsegin fólki og gefa yfirvöldum leyfi til að banna gleðigöngur. Þessi lög hafa fengið mikla gagnrýni frá alþjóðlegum samtökum fyrir að virða ekki mannréttindalög.
Mynd: Judit RUPRECH/ Amnesty International Hungary
Hann á yfir höfði sér allt að eins árs fangelsisvist verði formleg ákæra gefin út. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.
SMS-félagar krefjast þess að sakamálarannsókn yfir Géza Buzás-Hábel verði hætt þar sem hann hefur einungis nýtt tjáningarfrelsið sitt.