Persónu­vernd­ar­stefna

Hvers konar upplýs­ingum söfnum við og hvernig?

Við byggjum afkomu okkar á frjálsum fram­lögum. Íslands­deild Amnesty Internati­onal safnar tilteknum persónu­upp­lýs­ingum um þig ef þú ákveður að gerast Vonar­ljós (styrktaraðili okkar). Vonar­ljós okkar styrkja mánað­ar­lega en einnig er hægt að taka þátt í sms-aðgerðanetinu. Persónu­upp­lýs­ing­arnar sem við söfnum eru þá nafn, kennitala, heim­il­is­fang og banka­upp­lýs­ingar, auk netfangs og síma­númers, ef þú samþykkir það.

Þá söfnum við einnig upplýs­ingum um þig ef þú tekur þátt í netákalli Amnesty Internati­onal en það er aðgerðanet þar sem undir­skriftum er safnað til að berjast gegn mann­rétt­inda­brotum um allan heim. Ef þú gerist netákalls­fé­lagi söfnum við upplýs­ingum um nafn þitt, kenni­tölu, netfang og síma­númer, ef þú samþykkir það. Undir­skriftal­istar eru sendir á erlend stjórn­völd sem bera ábyrgð á að brotið sé á mann­rétt­indum en einungis nafn þitt fer á undir­skriftal­istann. Það sama á við þegar þú svarar sms-i í sms-aðgerðanetinu okkar.

Tegundir og magn þeirra upplýs­inga sem við fáum og geymum fer einnig eftir því hvernig þú notar vefsíðuna okkar. Þegar þú notar heima­síðu okkar, www.amnesty.is, hefur þú val um að leyfa eða hafna ákveðnum eða öllum flokkum fótspora eða ,,vefkaka” (e. web-cookies). Þegar flokkur sem áður var gefið leyfi fyrir er gerður óvirkur verða allar vefkökur úr þeim flokki fjar­lægðar úr vafra þínum. Sumar vefkökur eru nauð­syn­legar fyrir grunn­virkni vefsíð­unnar. Vefsíðan virkar ekki rétt án þeirra. Þær eru því sjálf­krafa virkar og ekki hægt að hafna þeim. Hægt er að hafna tölfræði­kökum og vefkökum fyrir mark­aðs­efni. Tölfræði­kökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýs­ingum um notkun hennar. Vefkökur fyrir mark­aðs­efni eru notaðar til að fylgjast með notkun notenda á vefsíð­unni í þeim tilgangi að sýna viðeig­andi og áhuga­verðar auglýs­ingar.

Til viðbótar við fram­an­greint þá kann upplýs­ingum að vera aflað með óbeinum samskiptum í gegnum þriðja aðila, til dæmis þegar fjár­framlög fara í gegnum heima­síðu annarra aðila. Dæmi um það er hlaupa­styrkur vegna Reykja­vík­ur­m­ara­þonsins.


Við söfnum persónu­upp­lýs­ingum með eftir­far­andi hætti:

  • Þegar þú gerist mánað­ar­legur eða árlegur styrktaraðili
  • Þegar þú skráir þig í sms-aðgerðanetið
  • Þegar þú skráir þig í netákallið
  • Þegar þú tekur þátt í öðrum aðgerðum Íslands­deildar Amnesty Internati­onal
  • Þegar þú sækir um starf hjá okkur eða gerist sjálf­boða­liði
  • Þegar þú starfar fyrir deildina sem starfs­maður eða sjálf­boða­liði
  • Þegar þú vafrar á vefsíð­unni okkar skv. fram­an­greindu
  • Stöku sinnum í gegnum þriðja aðila (sjá hér að ofan)

ÞETta eru þær upplýs­ingar sem við söfnum með þínu leyfi:

  • Nafn
  • Aldur
  • Heim­il­is­fang
  • Tölvu­póst­fang
  • Síma­númer
  • Kennitala
  • Banka­upp­lýs­ingar
  • Ferilupp­lýs­ingar og meðmæli sem veitt eru til að sækja um starf eða sjálf­boða­vinnu
  • Upplýs­ingar um launa­kjör, frammi­stöðu, viðveru og orlof sem unnið er með til að greiða starfs­fólki okkar laun

Hvernig notum við upplýs­ing­arnar sem við öflum?

Við notum persónu­upp­lýs­ingar sem safnað er í eftir­far­andi tilgangi:

  • Fyrir aðgerðir og undir­skriftal­ista. Listar með undir­skriftum eru sendir á yfir­völd sem bera ábyrgð á því máli sem skrifað er undir. Einungis undir­skrift þín er send á viðkom­andi yfir­vald innan eða utan EES en með því að skrifa nafn þitt undir netákall samþykkir þú að undir­skrift þín birtist á undir­skriftal­ista auk þess sem miðl­unin sem felst í því að undir­skriftal­istar félaga okkar eru sendar á stjórn­völd er nauð­synleg vegna fram­kvæmdar netákallsins. Það sama á við um sms-aðgerðanetið.
  • Í stöku tilfellum deilum við persónu­upp­lýs­ingum um félaga okkar með öðrum deildum Amnesty Internati­onal innan og utan EES en það á annars vegar við um undir­skriftal­ista og hins vegar um sjálf­boða­liða eða starfs­fólk sem ferðast til annarra landa fyrir okkar hönd. Þegar um undir­skriftal­ista er að ræða eru listar af undir­skriftum sendir á viðkom­andi deild sem hefur yfir­um­sjón með málinu. Undir­skriftal­istum frá Íslands­deild er þá bætt við undir­skriftal­ista sem safnað hefur verið í öðrum löndum og þeir sendir á stjórn­völd.
  • Til að upplýsa aðrar deildir Amnesty Internati­onal, innan og utan EES, um hvert starfs­fólk okkar sé og hvaða stöðu það gegnir
  • Til að ganga frá greiðslum styrkt­ar­fé­laga
  • Til að leyfa þér að fylgjast með herferðum okkar og starf­semi
  • Til að biðja þig um að taka þátt í herferðum okkar eða styrkja okkur
  • Til að útbúa úthringilista
  • Til að bregðast við áhuga á þátt­töku í starfi samtak­anna
  • Til að halda utan um skrán­ingar atvinnu­um­sókna og sjálf­boða­liða
  • Í einstaka tilfellum deilum við gögnum þínum með þriðja aðila (frekari upplýs­ingar hér fyrir neðan)
  • Til að betr­um­bæta vefsíðuna okkar
  • Til að uppfylla laga­legar skyldur okkar, eins og að greiða út laun og færa bókhald
  • Til að halda utan um félagatöl
  • Til að halda aðal­fundi og aðra félaga­fundi

Laga­grund­völlur vinnsl­unnar

Lög um vernd persónu­upp­lýs­inga fela í sér að vinnsla okkar á persónu­upp­lýs­ingum er aðeins leyfileg ef a.m.k. eitt af eftir­far­andi atriðum á við:

  • Samþykki: Ef þú hefur gefið samþykki þitt fyrir vinnslu á persónu­upp­lýs­ingum þínum í þágu tiltek­inna mark­miða.
  • Samn­ingur: Vinnsla á persónu­upp­lýs­ingum þínum er nauð­synleg vegna fram­kvæmdar samn­ings sem þú gerir við okkur eða til að gera ráðstaf­anir að beiðni þinni áður en samn­ingur er gerður.
  • Laga­skylda: Vinnsla er nauð­synleg til að uppfylla laga­skyldu sem hvílir á Íslands­deild Amnesty Internati­onal.
  • Hags­munir þínir eða annara: Ef vinnslan er nauð­synleg til að vernda brýna hags­muni þína eða annarra.
  • Lögmætir hags­munir: Ef vinnslan er nauð­synleg vegna lögmætra hags­muna sem Íslands­deild Amnesty Internati­onal eða þriðji aðili gætir nema hags­munir eða grund­vall­ar­rétt­indi og frelsi þitt, sem krefst verndar persónu­upp­lýs­inga, vegi þyngra, einkum ef þú ert barn.
  • Viðkvæmar persónu­upp­lýs­ingar: Þegar unnið er með slíkar upplýs­ingar, sem í okkar tilviki eru einkum upplýs­ingar um aðild félaga okkar að samtök­unum að svo miklu leyti sem slíkar upplýs­ingar verða taldar til upplýs­inga um lífssskoð­anir, stétt­ar­fé­lags­upp­lýs­ingar og veik­inda­fjar­vist­ar­upp­lýs­ingar starfs­manna og sjálf­boða­liða, er nauð­syn­legt að fyrir liggi sérstök heimild til vinnsl­unnar til viðbótar hinum fram­an­greindu, svo sem afdrátt­ar­laust samþykki eða nauðsyn vegna vinnu­lög­gjafar eða löggjafar um almanna­trygg­ingar.

Vefsíður þriðja aðila

Á vefsíðu okkar má stundum finna tengla á vefsíður þriðja aðila eða forrita. Þessi persónu­vernd­ar­stefna gildir ekki um slíkar síður eða forrit.


Miðlun persónu­upp­lýs­ing­anna þinna

  • Miðlun upplýs­inga til annarra Amnesty Internati­onal deilda: Í einstaka tilfellum deilum við persónu­upp­lýs­ingum þínum með öðrum deildum Amnesty Internati­onal, eins og að framan greinir.
  • Fyrir­komulag á hýsingu og vinnslu: Vefsíður okkar eru hýstar með þjón­ustu­veitu þriðja aðila og því geta persónu­upp­lýs­ingar sem þú skráir eða sendir inn verið meðhöndl­aðar í þeirri þjón­ustu­veitu, bæði innan og utan EES
  • Við njótum einnig aðstoðar þriðja aðila til að vinna úr persónu­upp­lýs­ingum þínum. Þ.á.m. til að bregðast við áhuga á starf­semi Amnesty Internati­onal á netinu, eða til að grípa til aðgerða, miðla upplýs­ingum, meðhöndla netgreiðslur eða til að vinna úr upplýs­ingum sem tengjast umsókn um starf, sjálf­boða­vinnu og öðrum ráðn­ing­ar­ferlum.

Varð­veislu­tími upplýs­inga

Við geymum aðeins persónu­upp­lýs­ingar þínar eins lengi og nauð­syn­legt er og í ljósi þess tilgangs sem lýst er hér að ofan. Við fjar­lægjum persónu­legar upplýs­ingar úr kerfum okkar þegar ekki er nauðsyn á þeim lengur og ýmist eyðum þeim eða gerum þær óper­sónu­grein­an­legar.

Tíma­lengd á geymslu mismun­andi persónu­upp­lýs­inga fer eftir hve lengi við þurfum á þeim að halda, ástæð­unni fyrir því að upplýs­ing­anna var aflað, í samræmi við lög og .


Aðgengi að og réttur þinn til þinna persónu­upp­lýs­inga

Persónu­upp­lýs­ing­arnar sem við höfum um þig eru þínar. Eftir­far­andi atriði fela í sér rétt þinn á upplýs­ingum um þig, sjá nánar 17. gr. laga um persónu­vernd og vinnslu persónu­upp­lýs­inga nr. 90/2018 (hér, pvl.):

  • Að vita hvernig upplýs­ing­arnar þínar eru notaðar.
  • Að fá aðgang að upplýs­ing­unum.
  • Að leið­rétta upplýs­ingar sem eru rangar.
  • Að biðja okkur um að eyða upplýs­ingum um þig.
  • Að takmarka vinnslu okkar á persónu­upp­lýs­ingum þínum.
  • Að mótmæla því að upplýs­ingar um þig séu geymdar .
  • Að færa eða flytja til upplýs­ing­arnar þínar.

Einstak­lingar undir 18 ára aldri

Ef þú ert yngri en 18 ára skalt þú gæta þess að fá leyfi hjá foreldri/forráða­manni áður en þú gefur upp persónu­legar upplýs­ingar á vefsíðu okkar.


Breyt­ingar á stefn­unni

Persónu­vernd­ar­stefna þessi var síðast uppfærð í maí 2018. Íslands­deild Amnesty Internati­onal áskilur sér rétt til þess að gera breyt­ingar á þessari síðu. Breyt­ingar taka gildi frá þeim degi sem þær eru birtar á vefsíð­unni. Vegna þessa hvetjum við alla til að skoða stefnuna reglu­lega.


Hafðu samband

Endi­lega hafðu samband ef einhverjar spurn­ingar vakna varð­andi rétt­indi þín eða ef þú vilt nýta rétt þinn á þann hátt sem að framan greinir.

Netfang: amnesty@amnesty.is
Sími: 511-7900


Kvart­anir

Ef þú vilt leggja fram kvörtun um meðhöndlun persónu­upp­lýs­inga þinna skaltu hafa samband við okkur og skýra grein­an­lega frá umkvört­un­ar­efni þínu. Við munum bregðast við kvörtun þinni eins fljótt og unnt er.

Ef þú ert ósátt/ur með vinnslu okkar á persónu­upp­lýs­ingum hefur þú rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónu­vernd, sbr. 2. mgr. 39. gr. pvl.

Netfang: www.personu­vernd.is

Rauð­ar­ár­stíg 10, 105 Reykjavík, Ísland


Höfunda­réttur

Athugið að allt efni á síðunni er höfunda­varið og beiðnir um að afrita efni skal senda á amnesty@amnesty.is.