Egyptaland

Egyptaland: Blaðakona í haldi sökuð um hryðjuverk

Esraa Abdefattah, aðgerðasinni og blaða­kona, var numin af brott af óein­kennisklæddum lögreglu­mönnum og sætti pynd­ingum á ótil­greindum stað í október 2019. Síðan þá hefur hún sætt ólög­legu varð­haldi fyrir rangar sakargiftir sem tengjast hryðju­verkum. Hún var ein af fjöl­mörgum aðgerða­sinnum sem herjað var á eftir að mótmæli brutust út þann 20. sept­ember 2019. Amnesty Internati­onal skil­greinir hana sem samviskufanga.

Esraa Abdefattah var yfir­heyrð þann 30. ágúst þar sem hún var sökuð um að hafa „gengið til liðs við hryðju­verka­samtök“ og „tekið þátt í að gera samkomulag um að fremja hryðju­verk frá fang­elsinu“. Samkvæmt lögfræð­ingi hennar var hún einnig sökuð um að eiga í samskiptum við einstak­linga utan fang­els­isins í þeim tilgangi að dreifa sögu­sögnum og fölskum fréttum. Esraa segir að ásak­an­irnar séu með öllu tilhæfu­lausar þar sem hún var í engu sambandi við umheiminn frá 10. mars til 22. ágúst þegar lokað var fyrir allar heim­sóknir í fang­elsið vegna kórónu­veirufar­ald­ursins.

Hún hefur áður verið áreitt af stjórn­völdum og var ein af fyrstu mann­rétt­inda­fröm­uðum Egypta­lands sem settir voru í ferða­bann í tengslum við ákvæði í lögum sem banna frjálsum félaga­sam­tökum að taka við erlendu fjár­magni. Henni var meinað um að fara um borð í flugvél á alþjóða­flug­vell­inum í Kaíró í janúar 2015.

Esraa er í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ingar- og funda­frelsi sitt!

Skrifaðu undir og krefstu þess að Esraa Abdefattah verði leyst úr haldi án tafar!

Lestu nánar um stöðu tján­ing­ar­frelsis í Egyptalandi

Esraa Abdefattah var loks leyst úr haldi 17. júlí 2021.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.