Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóða­dagur öruggs þung­un­ar­rofs er ár hvert 28. sept­ember. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þung­un­ar­rofs er víða takmark­aður.

Færeyjar eru eina þjóðin á Norð­ur­lönd­unum þar sem konur geta ekki tekið sjálf­stæða ákvörðun um þung­un­arrof. Færeysk þung­un­ar­rofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefj­umst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta rétt­arins til þung­un­ar­rofs.

Færeysk lög um þung­un­arrof eru frá árinu 1956 og veita aðeins heimild til þung­un­ar­rofs vegna nauðg­unar, sifja­spells, vangetu til að sjá um barn eða ef líf og heilsa fósturs eða barns­haf­andi mann­eskju er í hættu. Það er refsi­vert samkvæmt lögum að fram­kvæma þung­un­arrof ef þessi skil­yrði eru ekki uppfyllt. Einnig er refsi­vert ef stúlka, kona eða ólétt mann­eskja fram­kvæmir þung­un­ar­rofið sjálf. Læknir þarf að meta hvort að viðkom­andi uppfylli skil­yrði fyrir þung­un­arrof og senda beiðni til kven­lækn­inga­deildar í höfuð­borg­inni Þórs­höfn sem þarf einnig að veita samþykki.

Anna í Færeyjum var um þrítugt þegar hún varð ólétt. Hún taldi sig ekki færa um að ala upp barn vegna persónu­legra aðstæðna. Anna óskaði eftir þung­un­ar­rofi en uppfyllti ekki skil­yrði um þung­un­arrof samkvæmt færeyskum lögum.

„Samkvæmt áliti læknis uppfyllti beiðni mín ekki skil­yrði laganna. Ég bað lækninn um senda beiðnina aftur en hann vildi ekki gera það. Ég þurfti því að leita til einka­rek­inna spítala í Danmörku án stuðn­ings frá dönskum sjúkra­trygg­ingum.“

Saga Önnu endur­speglar reynslu margra. Ekki er vitað um nákvæmar tölur um fjölda en ár hvert sækja færeyskar konur sér þjón­ustu erlendis til að geta farið í þung­un­arrof. Þetta er kostn­að­ar­samt og streitu­vald­andi ferli.

„Ég fann nánast fyrir sömu sorg eins og að missa nákominn ástvin og það er óskilj­an­legt hvers vegna heim­urinn stendur ekki í stað. Það var ekki vegna þung­un­ar­rofsins, heldur vegna þess að læknir og færeysku lögin tóku ákvörðun um líkama minn og framtíð. Sorg­legast var að finna fyrir svo mikillli skömm út af þessu. Ég hélt ég væri upplýstari en svo að mér þyrfti að líða þannig. Það var ferlið hjá færeyska heil­brigðis­kerfinu sem gerði lítið úr mér og lét mig finna fyrir skömm.“

Amnesty Internati­onal gengur út frá því að allar mann­eskjur hafi sjálfræði yfir eigin líkama og frjó­semi, líka konur og mann­eskjur sem geta orðið barns­haf­andi. Með undir­skrift þinni þrýst­irðu á færeysk yfir­völd að virða réttinn til öruggs þung­un­ar­rofs.

Krefj­umst þess að félags­mála­ráð­herra Færeyja, Sólvit E. Nolsø, sem hefur vald til að breyta þung­un­ar­rofsslögum, uppfæri lögin svo færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta rétt­arins til þung­un­ar­rofs. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.

Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.  

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.