Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóða­dagur öruggs þung­un­ar­rofs er ár hvert 28. sept­ember. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þung­un­ar­rofs er víða takmark­aður.

Færeyjar eru eina þjóðin á Norð­ur­lönd­unum þar sem konur geta ekki tekið sjálf­stæða ákvörðun um þung­un­arrof. Færeysk þung­un­ar­rofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefj­umst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta rétt­arins til þung­un­ar­rofs.

Færeysk lög um þung­un­arrof eru frá árinu 1956 og veita aðeins heimild til þung­un­ar­rofs vegna nauðg­unar, sifja­spells, vangetu til að sjá um barn eða ef líf og heilsa fósturs eða barns­haf­andi mann­eskju er í hættu. Það er refsi­vert samkvæmt lögum að fram­kvæma þung­un­arrof ef þessi skil­yrði eru ekki uppfyllt. Einnig er refsi­vert ef stúlka, kona eða ólétt mann­eskja fram­kvæmir þung­un­ar­rofið sjálf. Læknir þarf að meta hvort að viðkom­andi uppfylli skil­yrði fyrir þung­un­arrof og senda beiðni til kven­lækn­inga­deildar í höfuð­borg­inni Þórs­höfn sem þarf einnig að veita samþykki.

Anna í Færeyjum var um þrítugt þegar hún varð ólétt. Hún taldi sig ekki færa um að ala upp barn vegna persónu­legra aðstæðna. Anna óskaði eftir þung­un­ar­rofi en uppfyllti ekki skil­yrði um þung­un­arrof samkvæmt færeyskum lögum.

„Samkvæmt áliti læknis uppfyllti beiðni mín ekki skil­yrði laganna. Ég bað lækninn um senda beiðnina aftur en hann vildi ekki gera það. Ég þurfti því að leita til einka­rek­inna spítala í Danmörku án stuðn­ings frá dönskum sjúkra­trygg­ingum.“

Saga Önnu endur­speglar reynslu margra. Ekki er vitað um nákvæmar tölur um fjölda en ár hvert sækja færeyskar konur sér þjón­ustu erlendis til að geta farið í þung­un­arrof. Þetta er kostn­að­ar­samt og streitu­vald­andi ferli.

„Ég fann nánast fyrir sömu sorg eins og að missa nákominn ástvin og það er óskilj­an­legt hvers vegna heim­urinn stendur ekki í stað. Það var ekki vegna þung­un­ar­rofsins, heldur vegna þess að læknir og færeysku lögin tóku ákvörðun um líkama minn og framtíð. Sorg­legast var að finna fyrir svo mikillli skömm út af þessu. Ég hélt ég væri upplýstari en svo að mér þyrfti að líða þannig. Það var ferlið hjá færeyska heil­brigðis­kerfinu sem gerði lítið úr mér og lét mig finna fyrir skömm.“

Amnesty Internati­onal gengur út frá því að allar mann­eskjur hafi sjálfræði yfir eigin líkama og frjó­semi, líka konur og mann­eskjur sem geta orðið barns­haf­andi. Með undir­skrift þinni þrýst­irðu á færeysk yfir­völd að virða réttinn til öruggs þung­un­ar­rofs.

Krefj­umst þess að félags­mála­ráð­herra Færeyja, Sólvit E. Nolsø, sem hefur vald til að breyta þung­un­ar­rofsslögum, uppfæri lögin svo færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta rétt­arins til þung­un­ar­rofs. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.