Amnesty International er stærsta mannréttindahreyfing í heimi. Kjarni starfsins felst í að berjast gegn mannréttindabrotum um heim allan. Við gerum ítarlegar rannsóknir, þrýstum á stjórnvöld með herferðum, aðgerðum og undirskriftasöfnunum og fræðum fólk um mannréttindi.
Alþjóðastarf Amnesty International byggist nær eingöngu á styrktarframlagi einstaklinga. Það gerir okkur kleift að vera óháð pólitískum, trúarlegum og efnahagslegum hagsmunum. Það er mikilvægt til að geta gagnrýnt stjórnvöld og stórfyrirtæki hvar sem er í heiminum.