Um okkur

Við stöndum vörð um mannréttindi, réttlæti, frelsi og reisn

Amnesty Internati­onal er alþjóðleg mann­rétt­inda­hreyfing rúmlega tíu milljóna einstak­linga í meira en 150 löndum. Við berj­umst fyrir heimi þar sem sérhver einstak­lingur nýtur mann­rétt­inda sinna.

100% óháð og sjálfstæð

Félögum misbýður þau mannréttindabrot sem eiga sér stað um heim allan en sameinast í von um betri heim

Amnesty Internati­onal er fjár­magnað af meðlimum og einstak­lingum eins og þér. Starf okkar er óháð trúar­brögðum, hags­munum fyrir­tækja og stjórn­mála­stefnum.

Lang­mest af fjár­magni okkar kemur frá einstak­lingum um heim allan. Þeir fjár­munir gera Amnesty kleift að vera óháð öllum stjórn­völdum, stjórn­mála­stefnum, fjár­hags­legum hags­munum og trúar­brögðum.

Við leit­umst hvorki eftir né tökum við fjár­magni til mann­rétt­ind­a­starfs okkar frá ríkis­stjórnum eða stjórn­mála­flokkum.

Starf okkar miðar að því að vernda fólk hvar sem er í heim­inum, þar sem brotið er mann­rétt­indum, rétt­læti, frelsi eða reisn.

Starf samtak­anna skilar raun­veru­legum árangri en á hverju ári er fjöldinn allur af málum sem leysist vegna þrýst­ings af okkar hálfu. Lögum, reglum og meðferð hefur einnig verið breytt fyrir tilstuðlan starfs Amnesty.

+ Lesa meira

Starfsemin

Við grípum til aðgerða til að

  • Verja rétt­indi og mann­helgi þeirra sem fastir eru í viðjum fátæktar
  • Afnema dauðarefs­inguna
  • Berjast gegn pynd­ingum og verjast hryðju­verkum með rétt­læti
  • Leysa samviskufanga úr haldi
  • Vernda rétt­indi flótta­fólks og farand­fólks
  • Koma böndum á vopna­við­skipti á alþjóða­vett­vangi

Við tryggjum sjálf­stæði okkar með ýmsum hætti. Við erum:

  • Óháð öllum ríkis­stjórnum, stjórn­mála­stefnum, efna­hags­legum hags­munum og trúar­brögðum
  • Lýðræð­isleg og lútum eigin stjórn
  • Fjár­hags­lega sjálf­stæð, þökk sé öflugum stuðn­ingi félaga og stuðn­ings­aðila

 

Hér má lesa um lög Íslands­deild­ar­innar.

Sagan okkar

Árið 1961 hóf breski lögfræð­ing­urinn Peter Benenson herferð um heim allan, sem bar heitið Ákall um sakar­upp­gjöf 1961 (Appeal for Amnesty 1961) með birt­ingu grein­ar­innar Gleymdu fang­arnir (The Forgotten Prisoners) í dagblaðinu Observer. Benenson skrifaði greinina eftir að hafa frétt um tvo portú­galska nemendur sem voru fang­els­aðir eftir að hafa skálað fyrir frelsinu. Ákall hans var síðan birt í öðrum dagblöðum víða um heim og varð upphafið að Amnesty Internati­onal.

Fólkið okkar

Starf­semin væri ekkert án fólksins en á Íslandi eru nú átta stöðu­gildi allt árið um kring. Auk þess blómstrar skrif­stofan yfir sumar­tímann þegar sumar­starfs­fólkið okkar mætir á svæðið.

Stjórn­ar­með­limir eru kosnir árlega á ársfundi samtak­anna en nú telja þeir sjö manns. Ungl­iða­hreyf­ingin fer vaxandi ár frá ári og í stjórn ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar eru sjö ungmenni.