Fréttir

15. október 2019

Aðgerða­kortin komin í hús!

Aðgerða­kortin fyrir stærstu, árlegu undir­skrifta­her­ferð Amnesty Internati­onal eru komin í hús og erum við mjög ánægð með útkomuna enda eru þau hand­hægari og umhverf­i­s­vænni en fyrri ár.

Herferðin hefur nú fengið nýtt heiti, Þitt nafn bjargar lífi sem vísar í mátt undir­skrifta einstak­linga í barátt­unni fyrir betri heimi.

Í ár beinir herferðin sjónum sínum að ungu fólki á aldr­inum 14 til 25 ára sem sætir grófum mann­rétt­inda­brotum. Málin eru tíu talsins og lúta m.a. að lögreglu­of­beldi, þving­uðum manns­hvörfum, dauðarefs­ingu, fanga­vist vegna aðstoðar við flótta­fólk og tákn­rænna mótmæla fyrir rétt­indum kvenna.

Taktu þátt í Þitt nafn bjargar lífi og veittu þessu unga fólki stuðning þinn og styrk með því að setja nafn þitt á bréf til stjórn­valda sem fótumtroða mann­rétt­indi þeirra.

 

 

 

Lestu einnig