SMS

10. febrúar 2025

Afghan­istan: Fjöl­miðla­maður dæmdur fyrir áróður

Mahdi Ansari er 27 ára gamall fjöl­miðla­maður sem vann hjá frétta­stofu í Afgan­istan. Hann var hand­tekinn af tali­bönum þann 5. október.

Rétt­ar­höld yfir honum hófust 1. janúar 2025 þar sem hann var án lögfræð­ings og fjöl­skyldu sinnar, Hann var ásak­aður um dreifa áróðri gegn talíbönskum yfir­völdum á Face­book­síðu sinni og í fréttap­istlum með því minnast sjálfs­morðs­árása á sjíta-minni­hluta­hópinn í Kabúl sem áttu sér stað árið 2022. Hann var dæmdur í eins og hálfs árs fang­elsi. 

Mahdi hefur sætt illri meðferð í haldi, þar á meðal einangr­un­ar­vist og hefur geðheilsu hans hrakað. Einnig hefur honum verið neitað um reglu­legar fjöl­skyldu­heim­sóknir og fékk fjöl­skyldan hans aðeins að hitta hann í fimm mínútur eftir mánuð í haldi.  

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

SMS-félagar krefjast þess að Mahdi Ansari verði umsvifa­laust leystur úr haldi án skil­yrða þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að nýta mann­rétt­indi sín frið­sam­lega.  

Lestu einnig