Fréttir

14. mars 2019

Amnesty Internati­onal styður lofts­lags­verk­föll

Amnesty Internati­onal varar við því að ef ekki verður tekist á við lofts­lags­breyt­ingar þá geti það  ógnað veru­lega mann­rétt­indum allra. Samtökin fagna alþjóð­legum verk­falls­degi nemenda gegn lofts­lags­breyt­ingum föstu­daginn 15. mars sem er skipu­lagður af ungu fólki.

„Amnesty Internati­onal styður öll þau börn og það unga fólk sem skipu­leggur og tekur þátt í lofts­lags­verk­falli nemenda til að kalla eftir breyt­ingum. Þetta er mikilvæg hreyfing fyrir samfé­lags­legt rétt­læti þar sem þúsundir einstak­linga kalla eftir því að stjórn­völd stöðvi lofts­lags­breyt­ingar,“ segir Kumi Naido, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

„Það er miður að börn þurfi að fórna dögum til mennt­unar til að krefjast þess að hinir full­orðnu geri það sem er rétt þrátt fyrir að það er vitað að áfram­hald­andi aðgerða­leysi mun hafa afleið­ingar fyrir þá sjálfa og komandi kynslóðir.“

Lofts­lags­breyt­ingar hafa sérstak­lega áhrif á fólk sem er nú þegar í viðkvæmri stöðu. Börn eru í sérstak­lega viðkvæmri stöðu vegna líffræði­legra þátta í þroska þeirra. Millj­ónir einstak­linga þjást nú þegar vegna lofts­lags­breyt­inga eins og langvar­andi þurrka í Afríku og felli­bylja í Suðaustur-Asíu.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að ríkis­stjórnir grípi til stærri aðgerða þar sem tekið er tillit til mann­rétt­inda. Eitt af lykil­at­riðum er að leyfa þeim sem munu finna mest fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga, börnum og ungu fólki, að vera virkir þátt­tak­endur í leit að lausnum til að draga úr lofts­lags­breyt­ingum og að þau fái upplýs­ingar og menntun til að geta tekið þátt í umræðum og ákvarð­ana­töku.

„Það eina sem stendur í vegi verndun mann­kyns fyrir lofts­lags­breyt­ingum er sú stað­reynd að leið­toga skortir póli­tískan vilja og þeir hafa varla látið á það reyna að grípa til aðgerða. Stjórn­mála­fólk getur haldið áfram að koma með afsak­anir fyrir aðgerða­leysið en nátt­úran mun ekki semja við það. Það verður að hlusta á ungt fólk og taka strax skref til að stöðva lofts­lags­breyt­ingar því allt annað er óhugs­andi,“ segir Kumi Naido að lokum.

Lestu einnig