SMS

27. febrúar 2023

Andorra: Baráttu­kona fyrir rétt­indum kvenna á yfir höfði sér rétt­ar­höld

Baráttu­konan Vanessa Mendoza Cortés gæti bráðlega þurft að koma fyrir rétt þar sem hún talaði fyrir rétt­indum kvenna í Andorra, þar á meðal rétt­indum til þung­un­ar­rofs, á vett­vangi Sameinuðu þjóð­anna árið 2019. Hún á yfir höfði sér háa sekt og að vera sett á saka­skrá verði hún fundin sek. 

Vanessa Mendoza Cortés er sálfræð­ingur og forseti kven­rétt­inda­sam­tak­anna, Stöðvum ofbeldi, sem berjast fyrir rétt­indum kvenna, þar á meðal kyn- og frjó­sem­is­rétt­ind­inum, ásamt því að berjast fyrir aðgangi að öruggu og löglegu þung­un­ar­rofi í Andorra. 

Í október 2019 talaði Vanessa fyrir rétt­indum kvenna þegar Andorra fór fyrir nefnd Sameinuðu þjóð­anna um afnám allrar mismun­unar gagn­vart konum (e. UN CEDAW). Þar talaði hún um skaðleg áhrif þess að blátt bann við þung­arrofi ríkir í Andorra. Andorra og Malta eru einu Evrópu­ríkin sem banna alfarið þung­un­arrof með grimmi­legum lögum. 

SMS-félagar krefjast þess að ákæran á hendur Vanessu, fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið og berjast fyrir rétt­indum kvenna, sé felld niður. Einnig krefj­umst við þess að aðgangur að öruggu og löglegu þung­un­ar­rofi sé tryggður í Andorra. 

Lestu einnig