SMS

20. janúar 2025

Aser­baísjan: Leysið fjöl­miðla­fólk úr haldi

Í kjölfar COP-ráðstefn­unnar þann 6. desember síðast­liðinn í Bakú, Aser­baísjan, hand­tóku yfirvöld sjö fjöl­miðla­menn.

Fjöl­miðla­fólkið er sakað um að smygla erlendri mynt til landsins og eiga þau yfir höfði sér allt að 5-8 ára fang­elsi. Þessar ásak­anir eru svip­aðar þeim sem notaðar hafa verið gegn öðrum gagn­rýn­is­röddum í Aser­baísjan, uppspunnar og af póli­tískum rótum runnar. Ákærur stjórn­valda gegn gagn­rýn­is­röddum hafa aukist síðast­liðið ár.

SMS-félagar krefjast þess að allt fjöl­miðla­fólk sem hefur verið hand­tekið í hefnd­ar­skyni fyrir gagn­rýninn frétta­flutning verði umsvifa­laust leyst úr haldi og að stjórn­völd hætti aðför sinni að fjöl­miðla­fólki.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig