Fréttir

27. júní 2022

Banda­ríkin: Niður­staða hæsta­réttar markar grimmileg þátta­skil

Hæstiréttur Banda­ríkj­anna felldi úr gildi  Roe v. Wade, dóminn um þung­un­arrof þann 24. júní 2022. Tarah Demant hjá Banda­ríkja­deild Amnesty Internati­onal hefur þetta um málið að segja: 

Þessi dagur markar grimmileg þátta­skil í sögu Banda­ríkj­anna þar sem hæstiréttur felldi úr gildi dóminn Roe v. Wade og svipti þar með fólkið í Banda­ríkj­unum réttinn til þung­un­ar­rofs. Millj­ónir sem geta orðið barns­haf­andi í Banda­ríkj­unum standa frammi fyrir framtíð sem hefur áhrif á persónu­legt val þeirra um líkama, framtíð og velferð fjöl­skyldu sinnar.

„Þessi úrskurður hefur áhrif á allt fólk í Banda­ríkj­unum, jafnvel þó að það geti ekki orðið barns­haf­andi. Hver og einn einstak­lingur þekkir fólk sem hefur farið í þung­un­arrof. Ein af hver fjórum konum í Banda­ríkj­unum sækist eftir þung­un­ar­rofi á ævi sinni. 

„Fólk verður neytt til ala barn. Það neyðist til að leita að óöruggu þung­un­ar­rofi. Þetta er útkoman eftir áratuga­langa herferð í þeim tilgangi að stjórna líkömum kvenna, stúlkna og fólks sem getur orðið barns­haf­andi. Þetta ryður brautina fyrir löggjöf sem eiga sér ekki fordæmi þar sem þung­un­arrof er glæpa­vætt auk annarra frum­varpa sem hafa það að mark­miði að taka mann­rétt­indi af fólki í Banda­ríkj­unum. Meðal þeirra eru mögu­lega frum­vörp sem hafa áhrif á aðgengi að getn­að­ar­vörnum, kynja­jafn­rétti og jafnan rétt til hjóna­bands auk laga gegn mismunun.“ 

„Við höfum þetta að segja við stuðn­ings­fólk okkar og þau ykkar sem eru að fylgjast með um heim allan og upplifa sömu tilfinn­ingar, skelf­ingu og sárs­auka: Hverjar sem tilfinn­ingar ykkar eru, hvort sem það er reiði, ótti, svik, sorg, þá eruð þið ekki ein.

„Þið eruð hluti af meiri­hluta fólks í Banda­ríkj­unum sem er ósam­mála þessari niður­stöðu. Þið eruð hluti af tíu millj­ónum einstak­linga um heim allan sem standa að baki þessari hreyf­ingu fyrir mann­rétt­indi. Þaðan kemur kraftur okkar og von: Við erum í meiri­hluta.“  

Lestu einnig