SMS

9. júlí 2024

Banda­ríkin: Þriðja aftakan árið 2024 yfir­vof­andi í Alabama fylki

Taka á Keith Gavin af lífi í Alabama fylki í Banda­ríkj­unum þann 18. júlí 2024. Amnesty Internati­onal krefst þess að að dauða­dóm­urinn verði felldur niður.

Hann var dæmdur til dauða árið 1999 fyrir morð sem hann framdi árið áður. Tíu af tólf kvið­dóm­endum kröfðust dauða­dóms. Ríkis­dómari úrskurðaði árið 2020 að málsvörn hans hafi ekki uppfyllt skil­yrði stjórn­ar­skrár­innar. Tveimur árum síðar snéri áfrýj­un­ar­dóm­stóllinn þeim úrskurði við. Alþjóð­legir staðlar krefjast þess að einstak­lingar sem eiga yfir höfði sér dauðadóm eigi rétt á skil­virkri og rétt­látri lögfræði­að­stoð á öllum stigum málsins. Þeir staðlar voru ekki uppfylltir.  

SMS-félagar krefjast þess að ríkis­stjórinn í Alabama felli niður dauða­dóminn.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig