
Bandaríkin
Leysið Mahmoud Khalil úr haldi
Innflytjendayfirvöld Bandaríkjanna handtóku Mahmoud Khalil ólöglega og sætir hann nú geðþóttavarðhaldi. Hann er palestínskur aðgerðasinni sem nýlega lauk námi við Columbia-háskólann. Yfirvöld hafa upplýst hann um að þau hafi „afturkallað“ dvalarleyfi hans og að brottvísunarferli sé hafið. Skrifaðu undir og krefstu þess að bandarísk yfirvöld leysi Mahmoud úr haldi, virði tjáningar- og fundafrelsi hans og tryggi réttláta málsmeðferð.