Ísrael
Stöðva þarf hópmorðið á Gaza
Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza.