
Ísrael
Þvingaðir brottflutningar fjölskyldu í Austur-Jerúsalem
Saleh Diab og stórfjölskylda hans, alls 23 einstaklingar og þar af nokkur börn, eiga á hættu að sæta ólögmætum flutningum frá Austur-Jerúsalem. Fjölskyldan hefur staðið í lagalegri baráttu við landtökufólk í áratugi. Þetta eru þvingaðir brottflutningar sem eru leiddir af landtökuhópnum Nachalat Shimon og eru hluti af víðtæku eignarnámi í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem.