Taktu þátt

Þátttaka þín bjargar mannslífum!

Undir­skriftin þín getur haft veruleg áhrif á líf hópa og einstak­linga sem verða fyrir mann­rétt­inda­brotum. Krefstu rétt­lætis, þrýstu á stjórn­völd, taktu þátt! Þegar undir­skrift­irnar safnast saman verða þær öflugt afl sem getur bjargað lífi, breytt lögum og sýna stjórn­völdum um heim allan að þér er ekki sama.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

  • Þú færð send 3 áköll í mánuði
  • Þú greiðir 199 kr. fyrir hvert sms móttekið
  • Skrifaðu undir ákallið með því að svara skilaboðunum AKALL í 1900

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet

Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú getur gerst aðgerðasinni

Vertu aðgerðasinni. Þú getur tekið þátt í skipulagningu viðburða, almenningsrýmum, samfélagsmiðla og gerst Amnesty fræðari.

Virk áköll

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.