
Tyrkland
Handtökur í tengslum við gleðigöngu í Istanbúl
Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur voru handtekin að geðþótta sama dag og gleðigangan fór fram í Istanbúl í Tyrklandi. Þau eru aðgerðasinnar sem hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 30. júní á grundvelli tilhæfulausra ákæra fyrir það eitt að nýta sér rétt sinn til friðsamlegrar samkomu.