SMS

27. júní 2022

Banda­ríkin: Verndið réttinn til þung­un­ar­rofs

Hæstiréttur Banda­ríkj­anna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þung­un­ar­rofs í landinu. Krefj­umst þess að ríkis­stjórar í öllum ríkjum Banda­ríkjanna komi í veg fyrir þung­un­ar­rofs­bann og verndi réttinn til þung­un­ar­rofs. 

Dómur hæsta­réttar leiðir til þess að ríki Bandaríkjanna ráða því sjálf hvort þau leyfi þung­un­arrof eða ekki. Fleiri en helm­ingur ríkja í landinu, 26 ríki, hafa nú þegar lagt bann á þung­un­arrof.

Það er á hreinu að dómurinn er mikil afturför í mann­rétt­inda­bar­átt­unni. 

Aðgengi að þung­un­ar­rofi eru mann­rétt­indi. Samkvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum hafa allir rétt á að lifa, rétt á heilsu og rétt á að lifa frjálsir gegn ofbeldi, mismunun, pynd­ingum eða annarri illri meðferð. Það er brot á þessum rétt­indum að neyða einstak­linga til að halda áfram meðgöngu gegn vilja þeirra, hver sem ástæðan er.  

Þung­un­arrof verður að vera löglegt, öruggt og aðgengi­legt fyrir alla. Annars staðar í heim­inum, þar á meðal í Suður-Ameríku, er verið að auka aðgengi fólks að þung­un­ar­rofi.

Krefj­umst þess að Banda­ríkin þrengi ekki að mann­rétt­indum með banni við þung­un­ar­rofi. 

Lestu einnig