SMS

25. mars 2020

Bangla­dess: Póli­tískur leið­togi í hættu á að vera tekinn af lífi.

ATM Azharul Islam, leið­togi í stjórn­ar­and­stöð­unni í Bangla­dess er í yfir­vof­andi hættu á að vera tekinn af lífi eftir að stjórn­völd landsins gáfu til þess heimild þann 16. mars 2020. Hann var dæmdur til dauða í desember 2014 af stríðs­glæpa­dóm­stól og umsókn um áfrýjun í máli hans var hafnað í lok október 2019. Amnesty Internati­onal og fleiri mann­rétt­inda­samtök hafa ítrekað bent á galla á máls­með­ferð ATM Azharul Islam sem leiddi til þessa gríð­ar­lega rang­lætis.

 

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

 

Árið 2019 dæmdi þessi sami dómstóll í Bangla­dess (e. the Internati­onal crimes tribunal, ICT) 14 manns til dauða en árið 2018 voru dauða­dómarnir 319 samkvæmt skýrslu Amnesty Internati­onal. ICT er bangla­deskur dómstóll sem skip­aður var af ríkis­stjórn­inni árið 2010 til að rann­saka mann­rétt­inda­brot sem áttu sér stað í stríðinu um sjálf­stæði við Pakistan árið 1971. Amnesty Internati­onal fagnaði þessari ákvörðun ríkis­stjórn­ar­innar að draga seka aðila til ábyrgðar en fór fram á að það yrði gert á sann­gjarnan máta og án þess að dauðarefs­ing­unni yrði beitt.

SMS-félagar krefjast þess  dauða­dómur ATM Azharul Islam verði mild­aður og dauðarefs­ingin afnumin í landinu. Auk þess eru stjórn­völd minnt á  virða alþjóðastaðla um sann­gjörn rétt­ar­höld 

Lestu einnig