SMS

17. september 2020

Blaða­maður áreittur af stjórn­völdum

Þann 29. júlí 2020 var blaða­mað­urinn Omar Radi hand­tekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðarör­yggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórn­völd hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty Internati­onal  sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagn­rýn­andi ríkis­stjórn­ar­innar og hefur rann­sakað spill­ingu stjórn­valda.

 

Omar Radi er rann­sókn­ar­blaða­maður og aðgerðasinni frá Marokkó. Hann er stofn­andi og blaða­maður á Le Desk, óháðri marokkóskri frétt­a­síðu. Hann hefur unnið með ýmsum fréttamiðlum og sérhæft sig í stjórn­málum, meðal annars samskiptum stjórn­mála­manna og yfir­stéttar­fólks í Marokkó og spill­ingu stjórn­valda.

Omar Radi var yfir­heyrður sjö sinnum í Casa­blanca. Fyrsta yfir­heyrslan var þann 25. júní 2020 og stóð sú yfir­heyrsla yfir í meira en fimm klukku­tíma. Þar var Omar sakaður um að hafa tekið við greiðslum frá erlendum leyni­þjón­ustu­að­ilum. Hann var yfir­heyrður sex sinnum í júlí og í kjöl­farið ákærður meðal annars fyrir kynferð­is­lega árás, nauðgun og að grafa undan þjóðarör­yggi. Rétt­ar­höldin yfir honum eiga að hefjast 22. sept­ember næst­kom­andi.

Omar hefur áður verið áreittur af stjórn­völdum. Nú síðast þann 17. mars 2020 hlaut hann fjög­urra mánaða skil­orðs­bundinn fang­els­isdóm og sekt fyrir að gagn­rýna á Twitter þungan dóm sem Hirak El-Rif aðgerða­sinnar hlutu.

SMS-félagar hvetja marokkósk stjórn­völd til að fella niður ákærar er varða þjóðarör­yggi en rann­saka vel og vand­lega ásökun um nauðgun. Einnig krefjast þeir að Omar verði látinn laus á meðan rétt­ar­höld standa yfir.

 

Lestu nánar um stöðu tján­ing­ar­frelsis í Marokkó

Lestu einnig