SMS
17. september 2020Þann 29. júlí 2020 var blaðamaðurinn Omar Radi handtekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðaröryggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórnvöld hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty International sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur rannsakað spillingu stjórnvalda.
Omar Radi er rannsóknarblaðamaður og aðgerðasinni frá Marokkó. Hann er stofnandi og blaðamaður á Le Desk, óháðri marokkóskri fréttasíðu. Hann hefur unnið með ýmsum fréttamiðlum og sérhæft sig í stjórnmálum, meðal annars samskiptum stjórnmálamanna og yfirstéttarfólks í Marokkó og spillingu stjórnvalda.
Omar Radi var yfirheyrður sjö sinnum í Casablanca. Fyrsta yfirheyrslan var þann 25. júní 2020 og stóð sú yfirheyrsla yfir í meira en fimm klukkutíma. Þar var Omar sakaður um að hafa tekið við greiðslum frá erlendum leyniþjónustuaðilum. Hann var yfirheyrður sex sinnum í júlí og í kjölfarið ákærður meðal annars fyrir kynferðislega árás, nauðgun og að grafa undan þjóðaröryggi. Réttarhöldin yfir honum eiga að hefjast 22. september næstkomandi.
Omar hefur áður verið áreittur af stjórnvöldum. Nú síðast þann 17. mars 2020 hlaut hann fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og sekt fyrir að gagnrýna á Twitter þungan dóm sem Hirak El-Rif aðgerðasinnar hlutu.
SMS-félagar hvetja marokkósk stjórnvöld til að fella niður ákærar er varða þjóðaröryggi en rannsaka vel og vandlega ásökun um nauðgun. Einnig krefjast þeir að Omar verði látinn laus á meðan réttarhöld standa yfir.
Lestu nánar um stöðu tjáningarfrelsis í Marokkó
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu