SMS

5. september 2019

Bras­ilía: Verndum rétt­indi frum­byggja og Amazon-skóginn

Ríkis­stjórn Bolsonaro forseta Bras­ilíu hefur heim­ilað ólög­legar innrásir á land­svæði frum­byggja í Amazon-skógi. Þetta hefur leitt til u.þ.b. 75.000 skógar­elda á þessu ári og hótana ólög­legra aðila í garð  frum­byggja á svæðinu.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Í maí 2019 varaði Amnesty Internati­onal við því að aðstæður frum­byggja og ástand Amazon-skóg­anna yrði óbæri­legt á þurrka­tíma­bilinu ef ríkis­stjórnin myndi ekki grípa til aðgerða. Nú er þetta hins vegar orðinn hörmu­legur veru­leiki og eldar geisa víða í regn­skóg­inum.

 

Þetta eru nátt­úru­ham­farir og mann­rétt­indakrísa. Við þurfum að bregðast við núna! Verndun mann­rétt­inda frum­byggja er nauð­synleg fyrir verndun Amazon-skóg­anna!

Ríkis­stjórn Bolsonaro forseta Bras­ilíu hefur af ásettu ráði grafið undan og skorið niður fjár­magn til opin­berra stofnana eins og Brazil’s Nati­onal Indian Foundation (FUNAI), ríkis­stofnun um málefni frum­byggja og Brazilian Institute of Environment and Renewable Natural Resources (IBAMA), stofnun sem hugar að umhverfi og endur­nýj­an­legum nátt­úru­auð­lindum Amazon-skóg­arins. Báðar stofn­anir hafa það hlut­verk að vernda og hafa eftirlit með Amazon-skóg­inum.

SMS-félagar krefjast þess að Bolsonaro forseti verndi frum­byggja- og umhverf­is­vernd­ar­svæði með því að endur­fjármagna FUNAI og IBAMA.

Við krefj­umst einnig aukins eftir­lits og gæslu til að stöðva innrásir á land­svæði.

Að auki þarf að draga til ábyrgðar þá sem standa að baki ólög­legum íkveikjum, skógareyð­ingu og ólög­legri land­töku.

Lestu einnig