SMS
29. apríl 2025Aðgerðasinninn Fidel Zavala var handtekinn í febrúar 2025 og færður í Mariona fangelsið í El Salvador þann 2. apríl. Hann er í haldi fangavarða sem hann hefur áður fordæmt opinberlega vegna pyndinga og annarrar illrar meðferðar á fólki í haldi, sem setur líf hans í hættu.
Frá því að hann var handtekinn fyrir meinta „aðild að ólöglegum hópi”hefur hann verið ákærður tvisvar sinnum, í bæði skiptin fyrir meint fjársvik. Fidel er talsmaður félagasamtakanna Unidad De Defensa De Derechos Humanos Y Comunitarios (UNIDEHC) sem veita lögfræðiaðstoð fólki sem greinir frá geðþóttavarðhaldi eða öðrum mannréttindabrotum í El Salvador. Hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að afhjúpa mannréttindabrot innan fangelsa í El Salvador.
Handtaka Fidels átti sér stað eftir húsleit á skrifstofu UNIDEHC og handtöku yfir 20 leiðtoga samfélagsins „La Floresta. UNIDEHC hefur veitt samfélaginu „La Foresta” lögfræðiaðstoð í baráttu sinni fyrir land- og svæðisréttum í kjölfar brottvísunarhótana.
Frá því að neyðarástandi var komið á í El Salvador árið 2022 hafa geðþóttavarðhöld, kerfisbundnar pyndingar í fangelsum og dauðsföll í haldi einkennt aðgerðir yfirvalda. Núverandi ástand í El Salvador sýnir óhugnanlega aukningu þöggunartilburða gegn gagnrýnisröddum og gegndarlausa aðför að borgaralegu rými, sem stofnar starfi mannréttindafrömuða í hættu og viðleitni þeirra til að byggja upp réttlátt og aðgengilegt samfélag.
SMS-félagar hvetja yfirvöld til að tryggja líkamlega og sálræna velferð Fidels og allra leiðtoga samfélagsins og vernda rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu