SMS

29. apríl 2025

El Salvador: Aðgerðasinni á í hættu að verða pynd­aður

Aðgerðasinninn Fidel Zavala var hand­tekinn í febrúar 2025 og færður í Mariona fang­elsið í El Salvador þann 2. apríl. Hann er í haldi fanga­varða sem hann hefur áður fordæmt opin­ber­lega vegna pynd­inga og annarrar illrar meðferðar á fólki í haldi, sem setur líf hans í hættu.

Frá því að hann var hand­tekinn fyrir meinta aðild að ólög­legum hópi”hefur hann verið ákærður tvisvar sinnum, í bæði skiptin fyrir meint fjár­svik. Fidel er tals­maður félaga­sam­tak­anna Unidad De Defensa De Derechos Humanos Y Comunit­arios (UNIDEHC) sem veita lögfræði­að­stoð fólki sem greinir frá geðþótta­varð­haldi eða öðrum mann­rétt­inda­brotum í El Salvador. Hann hefur gegnt mikil­vægu hlut­verki í að afhjúpa mann­rétt­inda­brot innan fang­elsa í El Salvador.  

Hand­taka Fidels átti sér stað eftir húsleit á skrif­stofu UNIDEHC og hand­töku yfir 20 leið­toga samfé­lagsins La Flor­esta. UNIDEHC hefur veitt samfé­laginu La Foresta” lögfræði­að­stoð í baráttu sinni fyrir land- og svæð­is­réttum í kjölfar brott­vís­un­ar­hótana.  

Frá því að neyð­ar­ástandi var komið á í El Salvador árið 2022  hafa geðþótta­varð­höld, kerf­is­bundnar pynd­ingar í fang­elsum og dauðs­föll í haldi einkennt aðgerðir yfir­valda. Núver­andi ástand í El Salvador sýnir óhugn­an­lega aukn­ingu þögg­un­ar­til­burða gegn gagn­rýn­is­röddum og gegnd­ar­lausa aðför að borg­ara­legu rými, sem stofnar starfi mann­rétt­inda­frömuða í hættu og viðleitni þeirra til að byggja upp rétt­látt og aðgengi­legt samfélag.

SMS-félagar hvetja yfir­völd til að tryggja líkam­lega og sálræna velferð Fidels og allra leið­toga samfé­lagsins og vernda rétt þeirra til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir dómi. 

Lestu einnig