Fréttir

3. apríl 2020

Filipps­eyjar: Forsetinn fyrir­skipar að skjóta til að drepa

Forseti Filipps­eyja Duterte hefur fyrir­skipað lögreglu, hermönnum og opin­berum full­trúum í héruðum landsins að skjóta „vand­ræða­gemlinga“ sem mótmæla á meðan á sóttkví stendur nú þegar kórónufar­ald­urinn geisar. Samkvæmt upplýs­ingum frá lögregl­unni í Filipps­eyjum hafa 17 þúsund einstak­lingar verið hand­teknir fyrir brot gegn útgöngu­banni. Það hefur þver­öfug áhrif til verndar heilsu almenn­ings þar sem aukin smit­hætta er í fanga­vist.

Frekari fregnir berast af hand­tökum á fólki sem brýtur gegn samfé­lags­legri sóttkví en tuttugu og einn íbúi í borg­inni Quezon var hand­tekinn eftir að hafa krafist aðstoðar frá sveita­stjórn­inni með tilliti til samfé­lags­legrar einangr­unar.

„Það er mjög ógnvekj­andi að Duterte forseti hafi víkkað út stefnu sína að „skjóta til að drepa“ á tímum samfé­lags­legrar einangr­unar en slík stefna er orðin að átak­an­legu aðals­merki forseta­tíðar Duterte. Óheftri, banvænni vald­beit­ingu ætti aldrei að beita sem viðbrögð við neyð­ar­ástandi eins og kórónu­veirufar­ald­urinn er.“

Butch Olano fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal á Filipps­eyjum.

„Þessi hrotta­lega aðferð sem er notuð til að refsa þeim sem eru ásak­aðir um að brjóta sóttkví og þær fjölda­hand­tökur sem eiga sér stað, allt fram til dagsins í dag, og beinast aðal­lega gegn fátæku fólki, er enn frekari vitn­is­burður um kúgun­ar­til­burði stjórn­valda gagn­vart þeim sem eiga í basli með að mæta grunn­þörfum sínum. Til þessa teljast ofbeld­is­full aðgerð lögregl­unnar gagn­vart íbúum í San Roque sem mótmæltu skorti á aðstoð frá sveita­fé­lagi sínu. Ofbeld­is­fullar aðgerðir lögreglu gagn­vart fólki sem kallar eftir aðstoð eru harð­brjósta og óverj­andi, sérstak­lega í ljósi aðstæðna sem hafa komið í veg fyrir að millj­ónir Filipps­ey­inga geti unnið fyrir sér,“

Butch Olano fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal á Filipps­eyjum.

Ákall Amnesty International

  • Amnesty Internati­onal skorar á forseta landsins að láta án tafar af hvatn­ingu sinni um ofbeldi gagn­vart þeim sem kunna að gagn­rýna stjórn­völd á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins. Sveita­stjórnir landsins verða að koma af stað samtali við íbúa og koma neyð­ar­að­stoð til skila, sérstak­lega til fátækari samfé­laga landsins.

  • Við skorum einnig á hlut­að­eig­andi aðila að rann­saka þá einstak­linga innan lögregl­unnar sem beittu óhóf­legu valdi, leysa hina hand­teknu í San Roque úr haldi og skoða niður í kjölinn öll atvik í stærra samhengi. Setja verður í forgang líf þeirra sem eru í mestri hættu í þeim tilgangi að draga úr hætt­unni á COVID-19-smiti.

Lestu einnig