SMS

11. júní 2019

Frakk­land: Stöðvum ofsóknir gegn rann­sókn­ar­blaða­mönnum

Þann 14. og 15. maí var tveimur blaða­mönnum hjá Radio France, Geof­frey Livolsi og Mathias Destal, skipað að mæta í fyrir­töku í dóms­máli frönsku leyni­þjón­ust­unnar eftir að saksóknari París­ar­borgar hóf undir­bún­ings­rann­sókn gegn þeim fyrir að birta leyni­legar upplýs­ingar um varn­armál Frakk­lands. Í apríl birtu þeir leynileg skjöl, svokölluðu „Jemen papp­írana“, um sölu franskra vopna til Sádi-Arabíu og Sameinuðu arab­ísku fursta­dæm­anna sem notuð hafa verið gegn almennum borg­urum í borg­ara­stríðinu í Jemen. Aðgerðir blaða­manna eiga þó rétt á sér samkvæmt ákvæðum laga um tján­ing­ar­frelsi og því verður að stöðva rann­sóknir gegn þeim samstundis.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

+ Lesa meira

Lestu einnig