SMS

8. janúar 2021

Frið­sælir mótmæl­endur eiga yfir höfði sér margra ára fang­elsis­vist

Hundruð friðsælla mótmæl­enda, þar á meðal börn, eiga yfir höfði sér langa fang­elsis­vist fyrir þátt­töku í fjölda­mót­mælum. Brotið er á tján­ing­ar­frelsi og funda­frelsi fólksins. 

Yfir­völd í Tælandi hafa í gegnum árin stuðst við ýmsar löggjafir til að koma í veg fyrir frið­samleg mótmæli. Árið 2015 setti herstjórnin í landinu bann við “póli­tískar samkomur þar sem fleiri en fimm einstak­lingar koma saman.

Frá því að neyð­ar­lögin voru sett í mars 2020 hafa yfir­völd í auknum mæli hand­tekið og ákært mótmæl­endur í frið­samlegum mótmælum. Þeir hafa einnig greint frá því að hafa sætt áreitni og hótunum lögreglu­manna.

Stjórn­völd í Tælandi hafa kúgað friðsæla mótmæl­endur sem fara fram á umbætur í pólitík og menntun, jafn­rétti og bætt rétt­indi kvenna og barna. Stjórn­völd hafa ákært og sett tugi mótmæl­enda í varð­hald. Þessi þöggun er í takt við áralanga hefð yfir­valda í Tælandi, að áreita einstak­linga sem nýta réttindi sín. 

SMS-félagar krefjast þess að öll mál á hendur þessum einstak­lingum verði felld niður og aðrar aðgerðir stöðv­aðar, þar á meðal áreitni í þeirra garð. Einnig er þess krafist að löggjöf verði breytt og tryggt að hún fari eftir alþjóðlegum mann­rétt­indalögum. 

Lestu einnig