Viðburðir
5. september 2023Hádegishlé er ný fundaröð Íslandsdeildar Amnesty International um fjölbreyttar hliðar mannréttinda. Fundirnir eru haldnir í hádeginu, frá kl. 12:05-13:00, alla miðvikudaga í september á skrifstofu Íslandsdeildarinnar í Þingholtsstræti 27, og eru opnir almenningi. Einstaklingar með reynslu af ólíkum sviðum mannréttinda deila þekkingu sinni með gestum og svara spurningum eftir erindið. Það verða léttar veitingar í boði og heitt á könnunni.
Fyrsta hádegishléið er miðvikudaginn 6. september næstkomandi. Til okkar mætir Arna Magnea Danks, aðgerðasinni, grunnskólakennari og sviðsbardagaleiðbeinandi, og ætlar hún að ræða stöðu trans fólks á Íslandi.
Miðvikudaginn 13. september verður hádegishléið helgað stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd og sérstakur gestur fundarins er Edda Hulda Ólafardóttir, lögfræðingur.
Næsti gestur Íslandsdeildarinnar er Dr. Magnús Örn Agnesar Sigurðsson, mannfræðingur, sem ræðir um mannréttindi og loftslagsmál miðvikudaginn 20. september.
Að lokum, 27. september, fáum við til okkar sérfræðing í mannréttindamiðaðri menntun. Það er Fulbright-styrkhafinn Kristi Rudelius-Palmer sem ræðir um mannréttindafræðslu og verður það erindi flutt á ensku.
Eftir erindið hverju sinni býðst gestum að spyrja spurninga og taka þátt í óformlegum umræðum yfir léttum veitingum.
Við bjóðum öll sem hafa áhuga á að kynna sér stöðu mannréttinda hjartanlega velkomin!
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu