Viðburðir

5. september 2023

Hádeg­ishlé: Opin fundaröð í sept­ember um mann­rétt­indi á skrif­stofu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Hádeg­ishlé er ný fundaröð Íslands­deildar Amnesty Internati­onal um fjöl­breyttar hliðar mann­rétt­inda. Fund­irnir eru haldnir í hádeginu, frá kl. 12:05-13:00, alla miðviku­daga í sept­ember á skrif­stofu Íslands­deild­ar­innar í Þing­holts­stræti 27, og eru opnir almenn­ingi. Einstak­lingar með reynslu af ólíkum sviðum mann­rétt­inda deila þekk­ingu sinni með gestum og svara spurn­ingum eftir erindið. Það verða léttar veit­ingar í boði og heitt á könn­unni.

Fyrsta hádeg­is­hléið er miðviku­daginn 6. sept­ember næst­kom­andi. Til okkar mætir Arna Magnea Danks, aðgerðasinni, grunn­skóla­kennari og sviðs­b­ar­daga­leið­bein­andi, og ætlar hún að ræða stöðu trans fólks á Íslandi.

Miðviku­daginn 13. sept­ember verður hádeg­is­hléið helgað stöðu umsækj­enda um alþjóð­lega vernd og sérstakur gestur fund­arins er Edda Hulda Ólaf­ar­dóttir, lögfræð­ingur.

Næsti gestur Íslands­deild­ar­innar er Dr. Magnús Örn Agnesar Sigurðsson, mann­fræð­ingur, sem ræðir um mann­rétt­indi og lofts­lagsmál miðviku­daginn 20. sept­ember.

Að lokum, 27. sept­ember, fáum við til okkar sérfræðing í mann­rétt­inda­mið­aðri menntun. Það er Fulbright-styrk­hafinn Kristi Rudelius-Palmer sem ræðir um mann­rétt­inda­fræðslu og verður það erindi flutt á ensku.

Eftir erindið hverju sinni býðst gestum að spyrja spurn­inga og taka þátt í óform­legum umræðum yfir léttum veit­ingum.

Við bjóðum öll sem hafa áhuga á að kynna sér stöðu mann­rétt­inda hjart­an­lega velkomin!

Lestu einnig