SMS

27. apríl 2020

Hong Kong: 15 lýðræðis­kjörnir leið­togar hand­teknir

Þann 18. apríl 2020 voru 15 leið­togar og aðgerða­sinnar hand­teknir fyrir ólög­lega samkomu sem átti sér stað sex mánuðum áður. Þetta er nýjasta dæmið um hvernig lögreglan reiðir sig á óskýr lög um alls­herj­ar­reglu sem voru mikið notuð árið 2019 til að koma í veg fyrir fjöl­menn og friðsæl mótmæli. Þessar hand­tökur eru þungt högg fyrir tján­ing­ar­frelsið í Hong Kong.

Fimm þeirra sem voru hand­teknir eru einnig ákærðir fyrir skipu­lagn­ingu á öðrum  mótmælum. Samkvæmt þessum lögum um alls­herj­ar­reglu í Hong Kong má einungis halda friðsæl mótmæli með fyrir­fram gefnu samþykki frá lögreglu. Lögreglan hefur völd til að banna fjöl­mennar samkomur ef hún telur almenning í hættu.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Sótt hafði verið um leyfi fyrir þessum mótmælum en lögreglan samþykkti þau ekki. Í kjölfar þess að mótmæli urðu algengari seinni hluta ársins 2019 þrengdi lögreglan enn að og bannaði fleiri mótmæli en áður.

Alþjóðleg mann­rétt­indalög kveða á um réttinn til að mótmæla og ekki á að þurfa leyfi frá yfir­völdum til þess.

 

SMS-félagar krefjast þess að allar ákærur verði felldar niður, hætt verði að ákæra saklausa mótmæl­endur og að lög um alls­herj­ar­reglu verði aðlöguð að alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum og í takt við tján­ing­ar­frelsið.

Lestu einnig