SMS

10. júní 2020

Hong Kong: Verndum rétt­indi íbúa

Íbúar Hong Kong eru beittir ofbeldi af lögreglu í frið­sælum mótmælum. Þörf er á óháðri rann­sókn á lögreglu­of­beldi á svæðinu.

Síðan í mars 2019 hafa millj­ónir einstak­linga komið saman til að mótmæla frum­varpi sem var lagt fram varð­andi framsal einstak­linga frá Hong Kong til megin­lands Kína. Íbúar Hong Kong búa við stöð­ugar hótanir sem ógna rétti þeirra til tján­ingar- og fund­ar­frelsis og lögreglu­of­beldi er leyft að viðgangast á svæðinu.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Samkvæmt rann­sókn Amnesty Internati­onal hefur lögreglan beitt ólög­mætri vald­beit­ingu, þar á meðal tára­gasi, kylfum og öðrum vopnum. Ólög­mætar hand­tökur og ákærur á hendur frið­sælla mótmæl­enda, ofbeldi gegn fólki í varð­haldi og skortur á lögreglu­að­stoð þegar mótmæl­endur urðu fyrir árásum andstæð­inga eru einnig dæmi um brot gagn­vart íbúum Hong Kong.

Nauð­syn­legt er að stjórn­völd í Hong Kong setji af stað óháða og skil­virka rann­sókn á lögreglu­of­beldi í garð mótmæl­enda.

SMS-félagar krefjast þess að yfir­völd í Hong Kong grípi til nauð­syn­legra aðgerða til að rann­saka lögreglu­of­beldi og virði og tryggi tján­ingar- og funda­frelsið.

Lestu einnig