SMS

28. desember 2018

Indland: Mann­rétt­indum ógnað!

Aðgerða­sinnar verða fyrir áreiti, ráðist hefur verið inn á vinnu­staði óháðra fréttamiðla og samtökum eins og Amnesty Internati­onal og Green­peace er ógnað af yfir­völdum vegna starfa sinna í þágu mann­rétt­inda. Bregð­umst við strax!

Í október síðast­liðnum réðust indversk stjórn­völd inn á skrif­stofur Amnesty Internati­onal og Green­peace þar í landi og frystu alla banka­reikn­inga. Af þeim sökum stöðv­aðist allt starf í þágu mann­rétt­inda á Indlandi, mikil­vægt starf sem meðal annars snýr að því að binda enda á ofbeldi gegn konum, mann­rétt­inda­fræðslu í gunn- og fram­halds­skólum og barátt­unni fyrir mann­rétt­indum allra á Indlandi.

Fyrr á þessu ári voru tíu mann­rétt­inda­fröm­uðir hand­teknir á grund­velli harð­neskju­legra laga um þjóðarör­yggi. Póli­tískar ástæður liggja að baki aðgerðum á borð við þessar og bera þess merki að stjórn­völd óttist afhjúpun.

Það er því mikil­vægt að við sýnum þeim sem standa í mann­rétt­indar­átt­unni á Indlandi stuðning og krefj­umst þess að stjórn­völd þar stöðvi árásir á aðgerða­sinna og samtök sem standa vörð um mann­rétt­indi þar í landi.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Lestu einnig