SMS

6. nóvember 2025

Indó­nesía: Aðgerða­sinnar hand­teknir að geðþótta fyrir frið­samleg mótmæli

Átta aðgerða­sinnar; Delpedro Marhaen Rism­an­syah, Muzaffar Salim, Khariq Anhar, Syahdan Husein, Wawan Hermawan, Saiful Amin, Shelfin Bima Prakosa og Muhammad ‘Paul’ Fakhrurrozi voru hand­teknir að geðþótta og ákærðir fyrir það eitt að mótmæla eða sýna stuðning við mótmæli á samfé­lags­miðli.

Þeir eru enn í gæslu­varð­haldi.

Mál þeirra eru hluti af víðtækum ofbeld­is­fullum aðgerðum indó­nes­ísku lögregl­unnar til að bæla niður mótmæli sem hófust 25. ágúst síðast­liðinn og hafa átt sér stað víðs vegar um landið. Þeir eru í hópi 959 einstak­linga sem voru hand­teknir að geðþótta og ákærðir.  nverska háskóla­nema erlendis.

Yfir­völd verða að hætta að refsa fólki sem gagn­rýnir stjórn­völd og nýtir rétt sinn til að koma saman frið­sam­lega og tjá skoð­anir sínar. 

SMS- félagar krefjast þess að aðgerða­sinnar sem hand­teknir voru að geðþótta og ákærðir fyrir að mótmæla eða sýna stuðning við mótmæli verði leystir tafar­laust úr haldi og ákærur á hendur þeim verði felldar niður.

Lestu einnig