SMS
1. október 2025Írönsk yfirvöld dæmdu sænsk-íranska fræðimanninn og lækninn Ahmadreza Djalali til dauða eftir verulega ósanngjörn réttarhöld. Hann hefur verið í haldi að geðþótta íranskra yfirvalda frá apríl 2016.
Frá 24. júní 2025 hefur hann sætt þvinguðu mannshvarfi (leynilegu varðhaldi yfirvalda) sem er brot á alþjóðalögum. Ahmadreza Djalali hafði síðast samband við fjölskyldu sína 23. júní en í kjölfar loftárása Ísraels á Evin-fangelsið í Teheran var hann færður um stað. Yfirvöld neita að gefa fjölskyldu hans og lögfræðingi upplýsingar um afdrif hans og staðsetningu.
Óttast er að hann eigi á hættu að verða leynilega tekinn af lífi vegna aftökuhrinu í Íran. Að auki er óttast um heilsu hans þar sem yfirvöld neituðu honum um fullnægjandi heilbrigðisþjónustu í maí 2025 í kjölfar hjartaáfalls.
SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld ógildi dauðadóm yfir Ahmadreza Djalali og leysi hann úr haldi án tafar.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu