SMS

1. október 2025

Íran: Hætta er á að sænsk-íranskur fræði­maður verði tekinn af lífi

Írönsk yfir­völd dæmdu sænsk-íranska fræði­manninn og lækninn Ahma­dreza Djalali til dauða eftir veru­lega ósann­gjörn rétt­ar­höld. Hann hefur verið í haldi að geðþótta íranskra yfir­valda frá apríl 2016. 

Frá 24. júní 2025 hefur hann sætt þvinguðu manns­hvarfi (leyni­legu varð­haldi yfir­valda) sem er brot á alþjóða­lögum. Ahma­dreza Djalali hafði síðast samband við fjöl­skyldu sína 23. júní en í kjölfar loft­árása Ísraels á Evin-fang­elsið í Teheran var hann færður um stað. Yfir­völd neita að gefa fjöl­skyldu hans og lögfræð­ingi upplýs­ingar um afdrif hans og stað­setn­ingu.  

Óttast er að hann eigi á hættu að verða leyni­lega tekinn af lífi vegna aftöku­hrinu í Íran. Að auki er óttast um heilsu hans þar sem yfir­völd neituðu honum um full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu í maí 2025 í kjölfar hjarta­áfalls. 

SMS-félagar krefjast þess að yfir­völd ógildi dauðadóm yfir Ahma­dreza Djalali og leysi hann úr haldi án tafar. 

Lestu einnig