SMS

10. október 2024

Íran: Kúrdísk baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum dæmd til dauða

Pakhshan Azizi er baráttu­kona og Kúrdi, sem er minni­hluta­hópur í Íran. Hún var dæmd til dauða í júlí 2024 eftir óréttlát rétt­ar­höld fyrir það eitt sinna frið­sam­legum mann­úðarog mann­rétt­inda­störfum, þar á meðal hjálpa konum og börnum á flótta í norð­aust­ur­hluta Sýrlands.

Pakhshan var hand­tekin í ágúst 2023. Ásak­anir hennar um pynd­ingar og aðra illa meðferð í haldi hafa ekki verið rann­sak­aðar. 

SMS-félagar krefjast þess dauða­dóm­urinn verði felldur úr gildi og hún verði umsvifa­laust leyst úr haldi án skil­yrða.

Á meðan hún er enn í haldi skal veita henni full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu og leyfa reglu­legar heim­sóknir frá fjöl­skyldu og lögfræð­ingi. Einnig þarf vernda hana frá pynd­ingum og annarri illri meðferð, hefja óháða, skil­virka og hlut­lausa rann­sókn á ásök­unum hennar um pynd­ingar og draga gerendur til ábyrgðar. 

Lestu einnig