SMS

19. janúar 2024

Íran: Maður í hættu á að vera tekinn af lífi fyrir mótmæli

Kúrdinn Reza (Gholam­reza) Rasaei er í bráðri hættu á að vera tekinn af lífi vegna máls sem tengist fjölda­mót­mæl­unum í Íran sem stóðu yfir milli sept­ember og desember árið 2022.

Þann 16. desember síðast­liðinn stað­festi hæstiréttur dóm hans og dauðarefs­ingu fyrir „morð“. Hann var áður dæmdur á neðra dómstigi  í kjölfar órétt­látra rétt­ar­halda þar sem kom fram að „játn­ingum“ og „sönn­un­ar­gögnum“ í málinu var náð með pynd­ingum.

Beiðni um fram­kvæmd á aftöku var lögð fram þann 31. desember en mikil aukning er á aftökum í Íran um þessar mundir.

SMS-félagar krefjast þess að allar áætlanir um  aftöku Reza (Gholam­reza) Rasaei verði stöðv­aðar og að ákærur á hendur honum verði felldar niður. Verði hann ákærður fyrir viður­kennt refsi­vert brot verður máls­með­ferð að lúta alþjóða­stöðlum um sann­gjörn rétt­ar­höld, án þess að dauðarefs­ing­unni verði beitt og tryggt verði að „játn­ingar“ sem fengnar eru með pynd­ingum séu útilok­aðar.

Lestu einnig