SMS

21. október 2022

Íran: Þrír fangar blind­aðir í refs­ing­ar­skyni

Þrír fangar, tveir menn og ein kona, eiga á hættu að verða blinduð fljót­lega af yfir­völdum. Einstak­ling­arnir voru dæmdir samkvæmt regl­unni um auga fyrir auga (qesas) sem byggir á því að refsing sé samsvar­andi brotinu sem dæmt er fyrir.

Konan er dæmd fyrir sýru­árás sem varð til þess að nágranni hennar blind­aðist á öðru auga og karl­menn­irnir eru dæmdir fyrir skotárás og hnífa­árás sem blindaði þá sem urðu fyrir árás­unum. Héröðin Kerm­anshah, Fars og Qom eru ekki í stakk búin að fram­kvæma þessa dóma og því var fram­kvæmd­inni vísað til yfir­valda í Tehran.

Undan­farna mánuði hefur Amnesty Internati­onal skráð ógnvekj­andi aukn­ingu í líkam­legum refs­ingum og dauða­dómum í Íran. 

SMS-félagar krefjast þess að:

  • Yfir­völd stöðvi áætlanir um að blinda fangana, felli úr gildi dómana og að þau fái endurupp­töku á máli sínu með rétt­látri máls­með­ferð, án líkam­legrar refs­ingar.
  • Að írönsk stjórn­völd afnemi líkam­legar refs­ingar í lögum og venjum og komi fram við fanga og gæslu­varð­halds­fanga af mann­legri reisn.
  • Að yfir­völd verði með mark­vissa fræðslu­her­ferð til að koma í veg fyrir ofbeldi, eins og sýru­árásir, og tryggi að þolendur slíkra árása hafi aðgang að skil­virkum úrræðum.

Lestu einnig