SMS

13. október 2021

Ísland: Bregðist við stig­vax­andi mann­rétt­indakrísu í Afgan­istan og standið við gefin loforð

Frá yfir­töku í Afgan­istan þann 15. ágúst hafa talibanar lofað umbótum frá fyrri stjórn­artíð sinni og sagst ætla að vernda kven­rétt­indi og tján­ing­ar­frelsið. Annað hefur hins vegar bersýni­lega komið í ljós og eru loforðin því innantóm. Íslands­deild Amnesty Internati­onal kallar eftir að íslensk stjórn­völd veki athygli á ástandinu í Afgan­istan hvar sem tæki­færi gefst, beiti sér fyrir að komið verði á fót sjálf­stæðri rann­sókn­ar­sendi­nefnd (e. Fact Finding Mission) og standi við gefin loforð um móttöku afgansks flótta­fólks á Íslandi.

Nýleg rann­sókn­ar­skýrsla Amnesty Internati­onal, Alþjóða­mann­rétt­inda­sam­tak­anna (Internati­onal Federation for Human Rights) og Alþjóða­stofnun gegn pynd­ingum (World Organ­isation against Torture) varpar ljósi á nauðsyn öflugra alþjóð­legra aðgerða til að koma í veg fyrir mann­rétt­inda­brot talibana.

Skýrslan inni­heldur skráð tilvik um mann­rétt­inda­brot talibana víðs vegar um landið frá yfir­töku þeirra, þ.á.m. mann­dráp, pynd­ingar, barsmíðar og hótanir um hefndarað­gerðir gegn fjöl­miðla­fólki, fyrrum opin­beru starfs­fólki, mann­rétt­inda­fröm­uðum sem og kynbundnar árásir á baráttu­konur, dómara og saksóknara. Fjöl­miðla­fólk verður fyrir miklum þrýst­ingi og á erfitt með að sinna starfi sínu þar sem það sætir geðþótta­hand­tökum, gæslu­varð­haldi, illri meðferð og endur­teknum húsleitum.

Mann­rétt­inda­fröm­uðir eru í felum og óttast um líf sitt og fjöl­skyldna sinna. Þeir horfa niður­brotnir uppá fram­far­irnar sem þeir hafa barist fyrir undan­farin 20 ár brotnar á bak aftur og sumir þeirra hafa þegar orðið fyrir hefndarað­gerðum. Talibanar hafa brotið mótmæli á bak aftur með svo grimmum hætti að mótmæl­endur hafa hlotið skaða af og jafnvel látið lífið.

Þörf er á víðtækum, alþjóð­legum og öflugum aðgerðum til að berjast gegn grófum og kerf­is­bundnum mann­rétt­inda­brotum sem eiga sér nú stað í auknum mæli í Afgan­istan eftir yfir­töku talibana. Íslensk stjórn­völd brugðust kröft­ug­lega við í orði en betur má ef duga skal.

Sms-aðgerðanetið krefst þess að íslensk stjórn­völd standi við gefin loforð um móttöku flótta­fólks frá Afgan­istan og beiti sér fyrir öflugum alþjóð­legum aðgerðum án frekari tafa.

Mynd frá Getty Images

Lestu einnig