Fréttir

28. ágúst 2023

Ísland: Neyð­ar­fundur félaga­sam­taka vegna stöðu flótta­fólks

Sögu­lega stór hópur félaga­sam­taka stóð í síðustu viku saman að neyð­ar­fundi til að ræða þá mann­úð­ar­krísu sem upp er komin með fram­kvæmd nýrra útlend­ingalaga sem sviptir hóp fólks allri þjón­ustu.

Samtökin höfðu áður gefið út yfir­lýs­ingu þar sem lýst var áhyggjum af afdrifum, öryggi og mann­legri reisn þessa hóps og lýst yfir efasemdum um að fram­kvæmd laganna standist mann­rétt­inda­skuld­bind­ingar sem íslensk stjórn­völd hafa undir­gengist.

Í fram­sögum full­trúa samtak­anna komu fram lýsingar á sárri neyð skjól­stæð­inga þeirra sem og skilaboð frá einstak­lingum sem sviptir hafa verið allri þjón­ustu. Skýr samstaða var um mikil­vægi þess að fresta fram­kvæmd þjón­ustu­svipt­ing­ar­innar þar til mann­úð­legri lausn hefur verið fundin. Þá var ljós andstaða fram­sögu­manna um hugmyndir um varð­halds­búðir, sem viðr­aðar hafa verið í fjöl­miðlum nýlega.

Skorað var á stjórn­völd að nýta þekk­ingu og reynslu samtak­anna sem og sjón­armið þeirra sem finna sig í þessum aðstæðum við lausn vandans.

Samtökin munu áfram ræða saman og freista þess að fá svör stjórn­valda við þeim spurn­ingum sem fram komu á fund­inum.

Barna­heill – save the children

Biskup Íslands

EAPN á Íslandi

FTA – félag tals­manna umsækj­enda um alþjóð­lega vernd

Fríkirkjan í Reykjavík

Geðhjálp

GETA hjálp­ar­samtök

Hjálp­ar­starf kirkj­unnar

Hjálp­ræð­is­herinn á Íslandi

Íslands­deild Amnesty Internati­onal

Kven­rétt­inda­félag Íslands

Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands

No Borders

PEPP grasrót fólks í fátækt

Prestar innflytj­enda og flótta­fólks hjá þjóð­kirkj­unni

Rauði Kross Íslands

Réttur barna á flótta

Rótin

Samhjálp

Samtökin 78

Siðmennt

Solaris

Stígamót

Þroska­hjálp

UN WOMEN

UNICEF

W.O.M.E.N. – samtök kvenna af erlendum uppruna

Öryrkja­bandalag Íslands – heild­ar­samtök fatlaðs fólks á Íslandi

Lestu einnig