SMS

10. ágúst 2022

Kamerún: Leysa þarf frið­sama mótmæl­endur og aðgerða­sinna úr haldi

Á ensku­mæl­andi svæðum Kamerún hefur verið herjað á stuðn­ings­fólk stærsta stjórn­ar­and­stöðu­flokks landsins, mann­rétt­inda­frömuði, aðgerða­sinna og mótmæl­endur fyrir það eitt að nýta sér tján­ing­ar­frelsið og réttinn til að mótmæla frið­sam­lega. Rúmlega hundrað einstak­lingar hafa verið hand­teknir að geðþótta.

Dorg­elesse Nguessan, hársnyrtir og einstæð móðir unglings­pilts, tók þátt í sinni fyrstu kröfu­göngu í sept­ember 2020 sem fór frið­sam­lega fram. Kröfu­gangan, sem var á vegum MRC-stjórn­ar­and­stöðu­flokksins, fór fram þó að stjórn­völd hafi  bannað hana. Rúmlega 500 einstak­lingar voru hand­teknir og Dorg­elesse var á meðal þeirra. Hún var dæmd í  í fimm ára fang­elsi í desember 2021 fyrir „uppreisn“ og fyrir að „ógna þjóðarör­yggi“. 

Intifalia Oben, stuðn­ings­maður MRC-flokksins, var dæmdur í fimm ára fang­elsi í herrétti í desember 2021. Hann var hand­tekinn í sept­ember 2020 af þremur óein­kennisklæddum örygg­is­sveit­ar­mönnum eftir að hafa afgreitt sérpöntun á stutterma­bolum með póli­tískum skila­boðum sem þeir höfðu pantað hjá honum. Hann var ákærður fyrir „tilraun til bylt­ingar, uppreisnar og ófrið­sam­legrar samkomu“ og „fyrir að eiga ekki  viðeig­andi skil­ríki“.  

Frá árinu 2016 hafa rúmlega hundrað einstak­lingar verið hand­teknir í tengslum við mótmæli á ensku­mæl­andi svæð­unum og eru þeir enn í haldi. Að hand­taka fólk fyrir það eitt að nýta sér tján­ingar-og funda­frelsið er ólög­mætt. Fang­elsis­vist í kjölfar rétt­ar­halda án rétt­látrar máls­með­ferðar er einnig ólögmæt.  

SMS-félagar krefjast þess að stjórn­völd leysi póli­tíska aðgerða­sinna, mann­rétt­inda­frömuði og frið­sama mótmæl­endur úr haldi og allar ákærur á hendur þeirra verði felldar niður.  

 

 

Lestu einnig